Orð og tunga - 01.06.2017, Blaðsíða 18
8 Orð og tunga
Allt bendir því til að mennta- og uppeldisfrömuðurinn Engelstoft
hafi alla tíð verið hliðhollur móðurmálskennslu í lærðu skólunum og
að á þeim grunni hafi íslenska strax fengið inni í stundaskrá Bessa-
staða skóla þrátt fyrir þrengsli og kennaraskort. Greinin var talin upp
fyrst í listanum yfir námsgreinar í öllum bekkjum skólans þó að forn-
málin fengju flesta tímana. Skólamálaráðið taldi líka rétt að náms-
bækur væru sem flestar þýddar á íslensku eins og áður er getið.
3 Íslenskukennsla í Bessastaðaskóla
3.1 Íslenskukennararnir
Íslenskukennarar við Bessastaðaskóla voru fimm í rúmlega 40 ára
sögu hans, þ.e.:
Guttormur Pálsson, 1806–1807,5
Jón Jónsson (jr), 1807–1816,
Árni Helgason, 1816–1819,
Sveinbjörn Egilsson, 1819–1822, og
Björn Gunnlaugsson, 1822–1846.
Guttormur Pálsson (1775–1860) var kennari við Hólavallarskóla síð-
ustu ár hans og jafnframt vararektor uns skólastarfi þar var hætt 1804.6
Veturinn 1806–1807 var hann kennari í íslensku, grísku, sagn fræði og
landafræði í Bessastaðaskóla. Eftir tveggja ára kennslu þar fékk Gutt-
ormur prestakallið Hólma í Reyðarfirði og varð síðar lengi prest ur
í Vallanesi og prófastur í Suður-Múlasýslu. Áratugum saman hélt
hann heimaskóla, kenndi unglingum kristindóm og undirbjó pilta til
náms á Bessastöðum og í Reykjavík (Sigurður Gunnarsson 1864).
Áhugi Guttorms á íslenskri málfræði kemur vel fram í handritum
sem honum eru eignuð en hann er talinn hafa skrifað eða látið skrifa
málfræðirit með heitinu „Stuttur leidarvijsir fyrir Islendska i þerra
eigin Módurmaali“ (Guttormur Pálsson (?), án ártals).7 John R.
Yelverton (1971:viii–xv og xviii) telur að málfræðin hafi verið ætl uð
nemendum Guttorms og ritun hennar hugsanlega hafin á Bessa staða-
5 Sem áður sagði virðist íslenska ekki hafa verið kennd sem námsgrein fyrsta vetur
skólans.
6 Skólinn hefur ýmist verið nefndur Hólavallarskóli eða Hólavallaskóli.
7 Handrit málfræðinnar, Lbs. 1238 8vo, er merkt sem eign Jóns Þorkelssonar, rektors
Reykja vík ur skóla.
tunga_19.indb 8 5.6.2017 20:27:29