Orð og tunga - 01.06.2017, Blaðsíða 36
26 Orð og tunga
6.2 Íslenskir stílar Magnúsar Grímssonar 1846–1847
Varðveist hafa íslenskir stílar Magnúsar Grímssonar (1825–1860),
nem anda Sveinbjarnar þennan fyrsta vetur í Reykjavíkurskóla. Magn-
ús var í Bessastaðaskóla frá 1842 og varð stúdent 1848 frá Reykja vík-
ur skóla. Hann gerðist prestur á Mosfelli en var einnig rithöfundur,
leik skáld, þýðandi og blaðamaður á stuttum starfsferli sínum (Páll
Eggert Ólason 1950:424). Merkast verka hans er söfnun íslenskra
þjóð sagna með Jóni Árnasyni en þeir kynntust í Bessastaðaskóla.
Flest um sögunum safnaði Magnús sjálfur eða meðal skólapilta á
Bessa stöðum en þær fengu þeir í sumarleyfum sínum um allt land
(Magnús Grímsson 1926:3–27).
Bók Magnúsar með íslensku stílunum veturinn 1846–1847 hefur á
titilsíðu textann: „Tilraunir Magnúsar Grímssonar til að rita íslenzka
túngu, lagfærðar af herra Sveinbirni Egilssyni Doctor Theol, veturinn
1846 og 1847“ (Magnús Grímsson 1847). Textarnir eru úr sögum á
latínu og dönsku, 100–150 orð hver, sem skrifaðir voru niður og síðan
þýddir á íslensku. Íslenska textann lagfærði kennari hvað orðaval,
orðaröð og stafsetningu varðar en slíkar athugasemdir voru fremur
fátíðar. Nemandi skrifaði nokkrar fyrirspurnir til kennara sem leysti
úr málinu en það ber vott um að kennarinn hafi tekið stílinn með sér
til yfirlestrar.14 Latnesku sögurnar fjölluðu um grískar fornhetjur. Hér
er brot úr þýðingu Magnúsar á sögunni um Abdólónímus. Sveinbjörn
skrifaði athugasemdir sínar ofan textans en hér eru þær sýndar með
skáletri í sviga. Stakt tilbrigði Magnúsar sjálfs er sýnt án skáleturs í
sviga eins og hann skrifaði það.
Hinir úngu menn, sem (vèr) höfum áður um getið, fóru
með konungleg klæði inn í garðinn, en þá vildi svo til, að
Abdólónímus var að hreinsa hann og tína úr honum illgresi.
Þegar þeir voru búnir að heilsa honum sem konúngi, tók
annar þeirra svo til orða: þetta klæði, sem þú sèr í höndum
mínum, skaltu nú taka í staðinn fyrir óhreinu ræflana, sem
þú ert núna í. Tak þèr konúnglegt hugarfar, og vertu svona
sparsamur í tign þeirri, er þèr nú veitist og þú ert maklegur.
Og þegar þú ert seztur í konúngssætið, og orðinn einráður
lífs og dauða manna þinna, skaltu varast að gleyma þessari
14 Dæmi um þett a er þegar Magnús spyr: „Er til nokkurt orð hjá okkur yfi r
Mumier?“ Sveinbjörn svarar: „P. Melsted bjó til orðið smyrðlíngar, eg veit
ekkert betra.“
tunga_19.indb 26 5.6.2017 20:27:33