Orð og tunga - 01.06.2017, Blaðsíða 70
60 Orð og tunga
dreifist efniviðurinn því ekki jafnt í tíma og rúmi. Einungis tvö blöð
voru gefi n út bæði árin, Ísafold og Þjóðólfur. Önnur blöð frá 1875 í
safninu eru Norðanfari og Norðlingur (Akureyri), Frétt ir frá Íslandi og
Íslendingur (Reykjavík). Frá 1900 eru í safninu auk fyrrnefndra tveggja
blaða Stefnir (Akureyri), Austri og Bjarki (Seyðisfj örður), Þjóð vilj inn
(Ísafjörður), Fjallkonan, Framsókn15, Kvennablaðið, Reykjavík og Reyk-
víkingur (Reykjavík).
Í rannsókninni voru afmörkuð og greind öll dæmi um orð af er-
lend um uppruna sem ekki fundust heimildir um frá því fyrir miðja
19. öld (þ.e.a.s. „nýleg aðkomuorð“). Þótt athuganirnar einskorðuðust
ekki við orð úr dönsku má ætla að langfl est orðin eigi sér annaðhvort
uppruna þar eða hafi borist í gegnum dönsku. Erlend sérnöfn voru
ekki talin með, hvorki mannanöfn né önnur heiti, s.s. titlar bóka og
blaða, félaga- og fyrirtækjaheiti og staðarnöfn. Sömuleiðis var sleppt
orðum sem komu fyrir í lengri textabrotum á erlendu máli, einkum
tilvitnunum. Eft ir stóðu tæplega 1.250 dæmi um nærri 600 orð af er-
lendum uppruna. Þau spanna allt frá orðum sem voru löguð að ís-
lenskum rithætt i og beygingum (t.d. kommóða, mormóni, slifsi o.fl .) til
orða sem höfundur textans leit greinilega á sem útlend (t.d. apricots,
feberfantasi, licitation, massage o.fl .). Það má ráða af því að orðin voru
oft og tíðum auðkennd með gæsalöppum eða stóðu innan sviga til
skýringar við íslensk orð eða orðalag. Umfang aðkomuorðanna er hér
metið bæði út frá fj ölda dæma og hlutfalli þeirra af fj ölda lesmálsorða
í textasafninu í heild eða í tilteknum hluta textanna.
4.3.2 Niðurstöður: Umfang aðkomuorða eftir stað og tíma
Hlutfall aðkomuorða af textunum í heild reyndist vera 0,37% sem
þýðir að í hverjum 10 þúsund lesmálsorðum voru 37 dæmi um slík
orð. Það er meðaltal og því fer fj arri að orðin dreifi st jafnt í textunum
eins og sjá má í Töflu 3 sem sýnir fj ölda og hlutfall aðkomuorða í
textum eft ir árum og eft ir útgáfustað, þ.e.a.s. annars vegar í blöðum
sem gefi n voru út í Reykjavík og hins vegar samanlagt í blöðum sem
gefi n voru út annars staðar á landinu.
15 Framsókn var lengst af gefi n út á Seyðisfi rði en í janúar 1899 urðu eigenda- og
ritstjóraskipti á blaðinu og um leið fl utt ist útgáfan til Reykjavíkur.
tunga_19.indb 60 5.6.2017 20:27:39