Orð og tunga - 01.06.2017, Blaðsíða 79
Ásta Svavarsdóttir: „annaðhvort með dönskum hala eða höfði“ 69
konar vörum, og áberandi merkingarsvið eru matvæli (t.d. ansjóvis,
appelsínur, roast beef, syltetau og karry) og drykkjarvörur (t.d. exportkaffi ,
portvín og sódavatn), fatnaður (t.d. galocher, jerseylíf og manschett ur)
og klæði (t.d. khaki, stumpasirs og lagenljereft ), ýmiss konar efni, þ. á
m. lyf (t.d. glyserín, benzín og elixír), hreinlætis- og snyrtivörur (t.d.
parfume, karbólvatn og kresólsápa), húsbúnaður (t.d. tarína, tapet-pappír,
servantur og möblubankari) og hljóðfæri (t.d. harmoníum, lírukassi og
fortepíanó). Dæmi um slík orð koma ekki síst úr auglýsingum. Aðrir
fyrirferðarmiklir merkingarfl okkar eru mælieiningar (t.d. meter, tons),
erlend gjaldmiðlaheiti (t.d. shilling, dollari) ásamt titlum og starfs heit-
um (t.d. dócent, fotograf, ingeníör og labóratoríumstjóri). Öll þessi orð
bera vott um samfélagsbreytingar á síðari hluta 19. aldar og vaxandi
tengsl við umheiminn. Aðkomuorðin voru yfi rleitt nýyrði í víðum
skilningi þess orðs og vísuðu fl est til nýjunga sem ekki höfðu átt sér
heiti á Íslandi áður. Þau komu því ekki í stað orða sem fyrir voru
í málinu. Að svo miklu leyti sem aðkomuorðin voru í samkeppni
við orð af innlendri rót stóð hún því fyrst og fremst á milli þeirra
og nýmyndana. Rannsókn á fj ölda slíkra samheitapara og útbreiðslu
orðanna sem mynda þau verður að bíða betri tíma.
5 Samantekt og lokaorð
Nú er eðlilegt að spyrja hvort niðurstöður úr þeim rannsóknum, sem
hér hefur verið greint frá, lýsi miklum eða litlum erlendum áhrifum
á 19. aldar íslensku og um leið hvort þau styðji þá skoðun margra
samtímamanna að íslenska hafi verið mjög dönskuskotin á þeim tíma.
Því er til að svara að þær duga tæplega til að gefa einhlítt svar. Óhætt
virðist þó að fullyrða að þær bendi hvorki til þess að þá hafi annað
hvert orð verið danskt, eins og Rask fullyrti 1818, né að fl est eða öll orð
„einu atkvæði lengri“ hefðu annaðhvort danskan haus eða hala, líkt
og það var orðað í Pilti og stúlku 1850. Niðurstöðurnar sýna að hlutfall
orða af erlendum uppruna var langt innan við 1% af heildarfj ölda les-
málsorða í textunum sem lágu til grundvallar. Það voru annars vegar
prentuð blöð og tímarit og hins vegar óútgefi n einkabréf. Hér er þó
rétt að minna á að tölulegar niðurstöður draga dám af aðferðinni sem
beitt er við útreikningana. Hefði fj öldi aðkomuorða t.d. verið reikn-
aður sem hlutfall af inntaksorðum eingöngu eða sem hlutfall af orð-
um af sama orðfl okki og þau (sbr. nmgr. 18), í stað þess að nota heild-
arfj ölda lesmálsorða sem viðmið eins og hér var gert, hefðu tölurnar
tunga_19.indb 69 5.6.2017 20:27:42