Orð og tunga - 01.06.2017, Blaðsíða 80
70 Orð og tunga
orðið aðrar og hærri. Hlutfallstöluna sem slíka verður því að taka með
hæfi legum fyrirvara. Aðrar aðferðir myndu þó tæplega breyta þeirri
meginniðurstöðu að erlend áhrif í íslenskum orðaforða á 19. öld hafi
í raun ekki verið eins mikil og ummæli og lýsingar samtíðarmanna
gefa ástæðu til að ætla.
Enda þótt hlutfallstölur séu vandmeðfarnar eru þær mjög gagn-
leg ar við samanburð, t.d. milli tímabila og textategunda, þar sem þær
gefa oft skýrari mynd af þróuninni en dæmafj öldinn einn. Nið ur-
stöðurnar sýndu bæði að dæmi um orð með tökuaðskeytunum an-,
be-, -heit og -era voru mjög fátíð í textum allt tímabilið og að þeim fór
fækkandi eft ir því sem leið á 19. öldina, sérstaklega í blaðatextum.
Athugun á dæmunum benti heldur ekki til þess að aðskeytin hafi
ver ið virk í íslenskri orðmyndum. Það verður því ekki séð að orð
af þessu tagi hafi verið algeng birtingarmynd erlendra máláhrifa á
umræddu tímabili. Sú niðurstaða fær frekari stuðning af því að ein-
ungis eitt þessara aðskeyta kom fyrir í „nýlegum aðkomuorðum“ á
síðasta fj órðungi aldarinnar (sbr. 4.3.4), viðskeytið -era sem jafnframt
var algengast þeirra fj ögurra. Hafi slík orð einhvern tíma verið algeng
í daglegu máli, má því a.m.k. ætla að þau hafi verið á undanhaldi á 19.
öld, hugsanlega vegna vaxandi málstöðlunar og andstöðu við erlend
áhrif. Fyrirferð þeirra í textum, sem líktu eft ir dönskuskotnu máli,
bendir eigi að síður til þess að málnotendur (eða a.m.k. höfundar
slíkra texta) skynjuðu þau sem skýr merki um dönsk máláhrif.
Rannsókn á „nýlegum aðkomuorðum“ í blaðatextum frá síðasta
fj órðungi aldarinnar, þ.e.a.s. orðum af erlendum uppruna sem átt u
sér skamma sögu í málinu á umræddu tímabili, sýnir þó að erlend
áhrif fóru almennt séð ekki minnkandi. Dæmum um slík orð fj ölgaði
nefnilega umtalsvert milli 1875 og 1900 og hlutfall þeirra af textunum
í heild jókst úr 0,13% í 0,53% á þessu tímabili. Þett a eru eigi að síður
ekki háar tölur en til samanburðar má nefna að sambærilegar tölur
100 árum síðar, þ.e.a.s. í íslenskum dagblöðum frá árunum 1975 og
2000, voru 0,1% og 0,21% (Selback og Sandøy 2007:33).
Það var útbreidd skoðun á 19. öld að erlend áhrif væru meiri í
Reykjavík en annars staðar á landinu eins og sást á ummælum sem
rakin voru í 3. kafl a. Þess vegna eru niðurstöður, sem sýna umfang
aðkomuorða eft ir útgáfustað blaðanna, forvitnilegar. Á heildina litið
styðja þær þessa skoðun því hlutfall dæma reyndist næstum tvöfalt
hærra í Reykjavíkurblöðunum en samanlagt í blöðum sem komu
út annars staðar á landinu. Þó kom á daginn að þarna kynnu aðrir
þætt ir að hafa áhrif og því væri ástæða til að taka niðurstöðunum
tunga_19.indb 70 5.6.2017 20:27:42