Orð og tunga - 01.06.2017, Blaðsíða 111
Haraldur Bernharðsson: Jón Thoroddsen og málstöðlun 19. aldar 101
Í bréfunum gerir hann ekki alltaf greinarmun á hver og hvor og birtist
hvor þá með e eins og sýnt er með nokkrum dæmum í (24).
(24) a. hun veit ekki hvert þad er fyrir babba eda hana sialfa
(1842-07-27)
b. Jeg hefi nú spurt eptir … hvert bref þetta … hafi þar
komid (1859-11-11)
c. því milli barns og fỏdur, sem elska hvert annad ætti
ad vera svo, ad hvert gæti sagt ỏdru huga sinn allan
(1863-11-25)
d. þarsem hann vantadi sjálfan hverttveggja (1861-07-10)
e. þeir taki vid arfi sínum annadhvert hér á Leirá eda hjá
manni í Reykjavík (1866-03-18)
Á nítjándu öld var tekið að amast við hv-orðum með kringdu sérhljóði
og þess verður vart áður en PS 1850 kom út. „Fornafnið hver, hvert er
afb akað í hvör, hvört, eins og vant er í þeim bókum, sem á Íslandi eru
prentaðar“ segir Konráð Gíslason (1845:61) í Fjölni 1845 (sbr. Kjartan
G. Ott ósson 1990:70, Kristján Friðbjörn Sigurðsson 2014:46). Í hinni
nýju stafsetningu Fjölnis, sem hófst með sjöunda árgangi 1844, er
notað hver í stað hvör eða hvur og eins og Kristján Friðbjörn Sigurðsson
(2014) hefur rakið verða ákveðin umskipti í stafsetningu þessara orða
í kjölfarið, til dæmis í Skírni, og hver leysir smám saman hvör og hvur
af hólmi.
Enda þótt Jón hafi ekki hirt um þett a við fráganginn á PS 1850
benda bréfi n, sem fl est eru yngri en PS 1850, til þess að hann hafi reynt
að temja sér að rita hver fremur en hvör eða hvur og stundum hafi hvor
þá líka orðið hver eins og í (24) að ofan. Það vekur líka athygli að í
Norðurfara þeirra Jóns og Gísla Brynjúlfssonar 1848 og 1849 virðist
aðeins hver notað en hvorki hvör né hvur en eins og áður sagði virðist
frágangur og prófarkalestur Norðurfara fremur hafa verið verk Gísla
en Jóns.
Halldór Kr. Friðriksson sýnir aðeins hver í Íslenzkum rjett rit un ar-
reglum (1859:18–19) og Íslenzkri málmyndalýsíngu (1861:44–45) og
ræðir þett a sérstaklega í Íslenzkum rjett ritunarreglum (1859:43–44):
Þá segjum vjer í hversdagslegu tali hvur, hvurt (spurnarfor-
nafn), sjerhvur, einhvur, hvurgi, hvurt (= í hvaða átt , til hvaða
staðar), hvursu, og sumir hafa ritað ö í þessum orðum (hvör,
hvört, hvörsu, o.s.frv.). Að hafa ö í þessum orðum virðist
ástœðu laust, og mun vera risið af vanþekkingu; en u er heldur
eigi rjett , þótt svo sje fram borið; hafa bæði fornir og nýir rit-
tunga_19.indb 101 5.6.2017 20:27:48