Orð og tunga - 01.06.2017, Blaðsíða 140
130 Orð og tunga
orðaforða, hljóðkerfi, beygingakerfi og setningagerð (sbr. t.d. Kjartan
G. Ottósson 1990, 2003, Jóhannes Bjarna Sigtryggsson 2003, Kristján
Árnason 2003, Hilmarsson-Dunn og Ara Pál Kristinsson 2010, Heimi
F. Viðarsson 2014). Í greininni verða áhrif málstöðlunar rannsökuð á
nýj an hátt með því að skyggnast í skólaverkefni úr Lærða skólanum í
Reykja vík (1846–1904), þeirri stofnun sem talin er eiga ríkastan þátt í
að hrinda opinberum málstaðli í framkvæmd á síðari hluta 19. aldar
(sbr. Kjartan G. Ottósson 1990:61–65, 95–98, Kusters 2003:184).
Valdar voru þrjár málbreytur sem eru þekktar í umfjöllun um ís-
lenska málhreinsun og koma einnig við sögu í leiðréttingum skóla-
verkefna úr Lærða skólanum: 1) óákveðna fornafnið maður, 2) staða
persónubeygðrar sagnar í aukasetningum og 3) laus greinir (hinn,
sá). Umrædd atriði voru könnuð í úrvali skólaritgerða sem Bragi Þor-
grímur Ólafsson (2004) bjó til útgáfu, auk sérathugunar minnar á óút-
gefnum leiðréttingum kennaranna.
Helstu rannsóknarspurningar, sem lagðar voru til grundvallar
þess ari rannsókn, voru eftirfarandi:
• Hvers eðlis eru leiðréttingar á skólaritgerðum nemenda Lærða
skólans?
• Hvaða árangur báru þessar leiðréttingar?
Upplýsingar um m.a. námsframvindu (bekk) og námsárangur (út-
skrift areinkunn) voru nýttar við tölfræðilega greiningu á málnotkun
nem end anna. Nema annað sé tekið fram var beitt sk. útvíkkuðu
línulegu líkani með blönduðum áhrifum (e. generalised linear mixed-
effects model) og skilyrtri slembiskógargreiningu (e. conditional random
forest analysis) sem mælt hefur verið með fyrir málgögn í tilbrigða- og
félagsmálfræðirannsóknum (sjá Tagliamonte og Baayen 2012, Gries
2015). Einnig var reynt að mæta nýlegri gagnrýni Hinrichs o.fl. (2015)
á fyrri rannsóknir á áhrifum málstöðlunar með því að taka með í
reikn inginn fleiri mögulegar skýribreytur en einvörðungu tíðni breyt-
ingar yfir tímabil.
Uppbygging greinarinnar er sem hér segir: Í öðrum kafla er fjallað
stuttlega um mikilvægi menntastofnana í tengslum við málstöðlun
og grundvallarforsendur sem nauðsynlegt er að hafa í huga þegar
skólaritgerðirnar eru nýttar sem málheimild. Í þriðja kafla er rætt um
aðferðafræðilega þætti, gagnasöfnin, þær breytur sem voru nýttar
í athuguninni og tölfræðilega úrvinnslu. Í fjórða kafla er veitt stutt
yfirlit yfir helstu leiðréttingar á ritgerðunum, birtar niðurstöður um
tunga_19.indb 130 5.6.2017 20:27:53