Orð og tunga - 01.06.2017, Blaðsíða 97
Haraldur Bernharðsson: Jón Thoroddsen og málstöðlun 19. aldar 87
Ég sendi þér nú allt heila draslið, fyrri útgáfuna af P. st. og svo
viðaukana, og bið ég þig að afh enda Sveini Skúlasyni þett a
allt, því hann hefi r lofað mér að lesa prófarkirnar, en samt sem
áður bið ég þig að hafa hönd í bagga, og treysti ég ykkur báð-
um til þess að koma kverinu út vítalítið.
Hafi P. og stúlka áður komið sér inn í hús almenning[s] þá er
ég nú svo hreykinn með sjálfum mér að halda að viðaukarnir
að minnsta kosti ekki spilli henni, en bæti brestina í fyrri út-
gáfunni sem ég sjálfur hefi séð en almenningur ekki séð.
Handritið á viðaukunum er ekki gott , að stafsetningu til og
rétt ritun, en að lagfæra þett a trúi ég þér og prófdómandanum
S. Sk. [Sveini Skúlasyni] vel fyrir.
Ég hafði ekki tíma til sjálfur að hreinskrifa, en varð að brúka
snikkara til þess sem ekki hafði góðan hefil.
Áfram skrifar Jón nafna sínum um titilblað bókarinnar og band 21.
maí 1867, kápuna og verð bókarinnar 10. júní en 16. júní kveðst Jón
hafa fengið Pilt og stúlku í hendur daginn áður og bætir við (bréf 1867-
06-16; stafsetning samræmd hér): „Mér þykir vænt um að S. Skúla son,
sem er smekkmaður gefur mér ágætlega fyrir viðbætirinn.“ Í fram-
haldinu lýsir Jón svo skoðun sinni á hvernig kápan eigi að vera og
ræðir um bandið og verðið á bókinni. Í samningi um prentun bók-
arinnar (sjá síðar) er kveðið á um að hún skyldi alprentuð um 12. júní
svo að líklega hefur þett a verið fullprentuð bók fremur en próförk
sem Jón hefur fengið í hendur þarna. Ekki hafa varðveist fl eiri bréf á
milli þeirra nafna fyrr en í september þett a ár.
Í annarri útgáfu á Pilti og stúlku eru — auk breytinga á stafsetningu
og málfari sem lýst verður að neðan — gerðar fj ölmargar breytingar
á orðalagi, efni bætt inn og nokkuð efnismiklum viðaukakafla bætt
við eins og Steingrímur J. Þorsteinsson (1943, 1:151–166) hefur rak ið
í smáatriðum. Trúlega hefur höfundur sjálfur handskrifað orða lags-
breyt ingar og minni hátt ar viðauka inn í prentað eintak af fyrri út-
gáf unni og prentarinn sett eft ir því. Viðaukana hefur hann skrifað á
sér stök blöð en ef marka má tilvitnuð orð hans hér að ofan hefur hann
fengið einhvern annan, líkast til skrifara sinn, Þórð Grímsson, til að
hrein rita viðaukana. Ekki er hann ánægður með rétt ritunina á við-
auk unum en óljóst er hvort hann vantreystir þar fremur sjálfum sér
eða skrifaranum.
tunga_19.indb 87 5.6.2017 20:27:45