Orð og tunga - 01.06.2017, Blaðsíða 34
24 Orð og tunga
5.2 Reglugerðin 1850
Reglugerð um kennsluna og lærdómsprófin í hinum lærða skóla í
Reykjavík var gefin út fyrir Ísland 30. júlí 1850 (LS 14 1868:495–528).
Þá hafði Skólastjórnarráðið verið lagt niður en skólamál færð til
Kirkju- og skólamálaráðuneytis Danmerkur. Hlutverk skólans var nú
orðið víðtækara en áður því að auk undirbúnings fyrir Prestaskólann
og háskólanám skyldi hann „veita lærisveinum þeim, sem honum eru
á hendur faldir, þá tilsögn, er leiða megi til sannrar og röksamlegrar
frummentunar“ (LS 14 1868:515). Íslensku urðu menn að geta lesið og
ritað læsilega og „stórlýtalaust að rèttrituninni til“ þegar þeir komu
í skólann en í skólanum áttu nemendur að kynnast íslenskri tungu
og bókmenntum hennar. Í reglugerðinni var því auk þess lýst yfir
að íslenska móðurmálið í íslenska skólanum skyldi vera jafnrétthátt
móðurmálinu í dönsku skólunum ‒ „Det islandske Modersmaal i
den islandske Skole sættes jævnsides med Modersmaalet i de danske
Skoler“, og virðist það hafa verið nýbreytni í reglugerðum. Inntaki
kennslunnar var nú einnig lýst í fyrsta sinn í sögu skólanna (LS 14
1868:499,516):
Íslenzka. Hana skal kenna í öllum bekkjum; skal þeirri
kennslu svo haga, að piltum lærist að tala hana og rita hreint,
rètt og lipurt; smásaman skal og kynna þeim bókmentasögu
Íslendínga og helztu rit. Í allri túngumálakennslu skal hafa
íslenzkuna, til að gjöra piltum skýrar og skiljanlegar hinar
almennu málfræðislegu hugmyndir, og þessar málfræðislegu
hugmyndir á að heimfæra upp á íslenzkuna. Í efri bekkjunum
eiga íslenzku ritgjörðirnar að vera þannig lagaðar, að piltar
komist á þann rekspöl, að þeir geti ritað um eitt hvert efni af
eigin rammleik.
Burtfararpróf skyldi halda í 13 námsgreinum, þar á meðal íslensku,
en þrír prófdómarar lesa og dæma ritgerðirnar, þ.e. tveir menn auk
ís lensku kennarans í 4. bekk. Próftilhögun er lýst svo (LS 14 1868:522):
Í íslenzku skal prófið að eins vera skriflegt, og vera í því fólgið,
að lærisveinar riti um eitthvert efni, sem fyrir þá er lagt, og
sem eigi er of vaxið þeirri þekkíngu, sem ætlazt verður til
af lærisveinum, eptir kennslu þeirri, sem þeir hafa notið; og
þegar dæmt er um ritgjörðina skal eigi fara eptir því, hversu
tunga_19.indb 24 5.6.2017 20:27:32