Orð og tunga - 01.06.2017, Blaðsíða 112
102 Orð og tunga
höfundar, er nokkurt skyn hafa borið á íslenzka rjett ritun, rit-
að e í þessum orðum, enda er það samkvæmt uppruna þeirra;
því að e er þar komið af a (hvergi af hvar-gi, hvert mynd að af
hvar), og skal því rita: hver, kynl. hvert (sjerhver, einhver), hve,
hversu, hvergi, hvert …
Ritmálið fjarlægist hér mælt mál og þetta misræmi entist vel fram
á tuttugustu öld. Valtýr Guðmundsson segir í málfræði sinni 1922:
„Formene hver og hvor bruges nu væsentlig kun i Skriftsprog, medens
de i Talesproget er smæltede sammen til én Form: hvur (sædvanlig
udtalt kvur …)“ (Valtýr Guðmundsson 1922:114). Sams konar munur
ritmáls og talmáls kemur fram í málfræði Stefáns Einarssonar 1949:
„hve- in this pronoun [þ.e. hver] is always pronounced hvu-“ (Stefán
Einarsson 1949:71; sjá einnig 1949:6–7).
Einboðið er því að álykta að Jón Thoroddsen hafi borið fram hvur,
einhvur, hvurgi, hvurnin, hvursu með kringdu sérhljóði en reynt að
temja sér að rita þau með „e“, einkum eft ir að PS 1850 kom út. Þett a
ritmálsviðmið frá nítjándu öld hafði síðar þau áhrif að framburður
þessara orða með kringdu sérhljóði hvarf að mestu.
Hvorugkynsorðið kveld varð fyrir sams konar kringingu og breytt -
ist í kvöld. Í PS 1850 er notað kvöld og áfram í PS 1867 og Jón notar
sömuleiðis kvöld í bréfum sínum. Þar hefur ekki verið reynt að hverfa
aft ur til eldri myndarinnar enda þótt Halldór Kr. Friðriksson segi í
Íslenzkum rjettritunarreglum (1859:41) að kveld sé „upphaflegra og
rjett ara“ en kvöld. Þó kemur þf. ft. kveldin fyrir í málsgrein sem aukið
hefur verið við í PS 1867 (149; svarar til 135 í PS 1850).
4.6 Fornafnið enginn
Í fornafninu enginn var þegar í fornu máli til stofn með kringdu rótar-
sérhljóði og stofnlægu v, øngv-; helstu myndir fornafnsins í íslensku
á öndverðri þrettándu öld eru sýndar í Töflu 1 (Noreen 1923:322–323
[§476]; Björn K. Þórólfsson 1925:50–51; Bandle 1956:372–374; Katrín
Axels dótt ir 2006). Ef frá eru taldar myndir nf. et. kk. og kvk., nf.-
þf. et. og ft . hk. og ef. et. kk. og hk. virðast orðmyndir með kringdu
rót ar sér hljóði algjörlega ráðandi í þýðingu Odds Gottskálkssonar
á Nýja testamentinu 1540 (Jón Helgason 1929:80), einhafðar í Guð-
brands biblíu 1584 (Bandle 1956:373) og ráðandi í Ævisögu Jóns Stein-
grímssonar (1728–1791) (Jóhannes B. Sigtryggsson 2011:192–195).
tunga_19.indb 102 5.6.2017 20:27:48