Orð og tunga - 01.06.2017, Blaðsíða 144
134 Orð og tunga
ekki mögulegt að beita henni. Þess í stað voru nýttar námstengdar
breytur sem einnig má hafa sem viðbótarröksemdir umfram og óháð
breytingum yfir tímabil, í samræmi við gagnrýni Hinrichs o.fl. (2015).
Grunnupplýsingar úr útgáfu Braga Þorgríms voru nýttar sem
flokk unarbreytur, þ.e. nafn nemanda, ártal og bekkur. Úr ártölum
var þrígreinda breytan tímabil búin til sem í raun er kennarabreyta.
Hún vísar til þess tíma sem Halldór Kr. Friðriksson kenndi einn ís-
lensku í öllum bekkjum, þegar Halldór kenndi ásamt öðrum og loks
eftir að hann lét af störfum (sjá Kjartan G. Ottósson 1990:95). Við
þessar upplýsingar var bætt útskriftareinkunnum (ef nemandinn út-
skrifaðist) sem yfirleitt var hægt að nálgast í þeim heimildum sem
vísað var til í útgáfunni.
Þar sem gera má ráð fyrir að nemendur tileinki sér í vaxandi
mæli þau málviðmið sem þeim eru kennd er viðbúið að tíðni óæski-
legra atriða fari minnkandi eftir því sem líður á skólagönguna en
jafn framt að nemendur með góðan vitnisburð standi sig betur en
hinir. Við úrvinnslu voru námsbreyturnar einfaldaðar vegna þess
hve lítið textasafnið er. Þannig var bekk skipt í 1.–3. og 4.–6. bekk
og útskriftareinkunn í háa (ágætiseinkunn, fyrsta einkunn) og lága
einkunn (önnur, þriðja einkunn), auk „útskrifaðist ekki“.
Við mat á áhrifum breytnanna var beitt útvíkkuðu línulegu töl-
fræðilíkani með blönduðum áhrifum sem eru hluti af lme4-pakkanum
(sjá Bates o.fl. 2015), útg. 1.1, í tölfræðiforritinu R (R Core Team 2016),
útg. 3.3.2.2 Líkönin eru blönduð í þeim skilningi að til skýringar á
fylgibreytu (því málfræðilega atriði sem um ræðir) eru annars vegar
könnuð föst áhrif, sem hér eru tímabil, útskriftareinkunn, bekkur,
auk málfræðilegra breytna, og hins vegar slembiáhrif, sem hér táknar
einstaklinginn (hvern nemanda). Í stuttu máli metur líkanið hvort til-
tekin skýribreyta (t.d. útskriftareinkunn) skýri gögnin umfram ein-
staklingsbundinn breytileika. Ítarlega er fjallað um líkön af þessu
tagi í tengslum við málrannsóknir hjá Tagliamonte og Baayen (2012),
Gries (2015) og Hinrichs o.fl. (2015).
Mikilvægi málfræðilegra og námstengdra breytna var kannað
með aðferð sem nefnist skilyrt slembiskógargreining og er hluti af
R-pakkanum party (Strobl o.fl. 2008), útg. 1.0 (sjá nánar Tagliamonte
og Baayen 2012). Í slíkri greiningu er útbúið samansafn (myndaður
„skógur“) skilyrtra ályktanatrjáa (e. conditional inference trees) þar
2 Með fn. maður, sem er einvíð (e. univariate) breyta, var ekki hægt að beita sömu
aðferðum því að breytur verða að vera tví-/margvíðar (e. multivariate); ekkert eitt
atriði annað samsvarar maður beint, ólíkt hinum málbreytunum.
tunga_19.indb 134 5.6.2017 20:27:54