Orð og tunga - 01.06.2017, Blaðsíða 153
Heimir van der Feest Viðarsson: Málnotkun sem mælikvarði 143
Útskrift areinkunn:
Eng in
1,8140 0,8371 2,167 0,030235 *
Teg. setn.: Tilv.-/
spurn.
1,5755 0,5622 2,802 0,005074 **
Teg. setn.: Atviks. 0,2990 0,4610 0,648 0,516675
Tafla 4. Slembiáhrif og föst áhrif á notkun S2/S3.
Dreifni (e. variance) hærri en núll táknar að gildi breytu hafi aukandi
áhrif á notkun S3 (og öfugt) í samanburði við viðmiðunargildi. Með
tímabili er viðmiðið fyrsta tímabilið (1852–1880) þar sem hlutfall S3 er
lægra á næstu tveimur tímabilunum. Z-gildi er stöðluð normaldreif-
ing (meðaltal = 0) þar sem t.d. tímabilið 1896–1906 er rúmlega þremur
staðalfrávikum fyrir neðan meðaltal og er því einnig til marks um
áhrif viðkomandi breytu. Mikil lækkun á hlutfalli S3 1896–1906 (8,8%)
and spænis 1852–1880 (33,3%) er marktæk við 0,01-markið. Ekki er
hins vegar marktækur munur á 1852–1880 og 1881–1895. Lækkandi
hlut fall S3 þegar líða tekur á öldina er svipað tímaritstextum, sbr.
fyrri athuganir mínar (2014, 2016).
Lág einkunn (2.–3. einkunn) hefur áhrif til aukinnar notkunar á
S3 samanborið við hærri einkunn og sá munur er marktækur við
0,05-markið. Enn meiri fylgni er milli þess að útskrifast ekki og hærra
hlutfalls S3 og sá munur er marktækur við sama mark. Loks hefur
tegund setningar áhrif á notkun S3. Í tilvísunar- og spurnarsetningum
er S3 notað marktækt meira en í að-setningum (p < 0,01) en ekki er
marktækur munur á að-setningum og atvikssetningum. Þetta bendir
til að kjörlendi S3 séu þær tegundir aukasetninga sem leyfi ekki
kjarnafærslu (sbr. einnig Ásgrím Angantýsson 2011). Dreifnin sýnir
enn fremur að áhrif til aukinnar notkunar S3 í atvikssetningum væru
vægari en í tilvísunar- og spurnarsetningum enda eru atvikssetningar
mjög blandaður flokkur (sbr. hér á undan).
Slembiskógargreining með skilyrtri umröðun vægis sýnir að
mik il vægasta skýribreytan er tegund setningar og því næst ein stak-
lings breytan, sbr. Mynd 3. Í fyrri rannsóknum með þessari aðferð
hafa einstaklingsbundin mynstur einnig haft mikið vægi (sjá t.d.
Tagliamonte og Baayen 2012:161–162). Að teknu tilliti til tegundar setn-
ingar og einstaklingsins vekur athygli að vægi útskriftareinkunnar er
eftir sem áður umtalsvert og útskriftareinkunn vegur raunar þyngra
en tímabil. Þá sést einnig glöggt á Mynd 3 að námsframvinda (bekkur)
hefur lítið vægi.
tunga_19.indb 143 5.6.2017 20:27:56