Orð og tunga - 01.06.2017, Blaðsíða 60
50 Orð og tunga
have staaet i den Formening, at det hörer til Levemaade, at
eft erabe det danske Sprog.
(Klemens Jónsson 1929 II:100–101)
Þegar Stefán talar um blöndun íslensku og dönsku á hann sennilega
frekar við dönskuskotna íslensku en að fólk tali málin á víxl og lýsing
hans rímar ágætlega við ummæli Rasks. Það vekur athygli að Stefán
taldi dönsk áhrif á Reykjavíkurmálið vera svo mikil að þau leiddu til
þess að sveitamenn ættu erfitt með að skilja bæjarbúa, bæði íslenska
verslunarþjóna og tómthúsmenn, en engin leið er að sannreyna þá
fullyrðingu nú. Það ætti a.m.k. að varast að taka slík ummæli of
bók stafl ega þótt ekki skuli gert lítið úr reynslu og athyglisgáfu sam-
tímamanna. Orð þeirra Rasks og Stefáns Gunnlaugssonar byggðust
á upplifun þeirra fremur en á skipulegri athugun en eigi að síður
þekktu þeir báðir málið í bænum af eigin raun.
Í skáldskap má líka finna áhugaverð dæmi um viðhorf til máls
og málþróunar þótt sú mynd, sem þar birtist, kunni að vera máluð
nokkuð sterkum litum. Í tímaritinu Ármann á Alþingi, sem gefi ð var
út á árunum 1829–1832, samdi Baldvin Einarsson samtöl milli þriggja
skáldaðra persóna sem voru táknmyndir ólíkra þjóðfélagshópa og
hugmynda. Ein þeirra var Önundur, fulltrúi þeirra sem voru „úngir
menn, er leitast vid ad semja sig eptir hátt um útlendra þjóda, en
hafna øllum gømlum landssid, og ovirda hann. Þeir eru [...] gefnir
fyrir nýbreytni og munadi“ (Ármann á Alþingi 1830:IV). Önundur var
Seltirningur og málfar hans einkenndist mjög af erlendum áhrifum
(sem hurfu þó að mestu eft ir að hann hafði stundað sveitavinnu um
hríð). Stutt dæmi gefur vísbendingu um mál hans (Ármann á Alþingi
1830:58):
Dónarnir eru miklu fornúft ugri, føjeligri og anstøndugri,
þeir vísa oss, sem þad ber sig ad vera, sídan vér erum í slíku
standi, alla æru og ærbødugheit. Børnin indrecka þad med
módurmjólkinni, og þar fyrir svaradi barnid, nær presturinn
spurdi þad í Dómkirkjunni í hovedstadinn Reykjavíg, hvorr
væri þess yfi rvald, so svaradi barnid: „Kaupmennirnir!“(?).
Í formála að 2. árgangi tímaritsins segir Baldvin að ræða Önundar
sé „med vilja gerd svo bjøgud og afk áralig, ad traudt eda eigi fi nnist
maki“ svo lesendur megi sjá „hvørsu hrakliga ljótt þad er ad afl aka
málid med útlendum ordum, og skræma þad med útlendri ordarød
tunga_19.indb 50 5.6.2017 20:27:37