Orð og tunga - 01.06.2017, Blaðsíða 66
56 Orð og tunga
– það þýðir að af hverjum 10 þúsund orðum í textunum eru að
meðaltali 1,6 orð með einhverju þessara fj ögurra tökuaðskeyta.
Til að fá mynd af dreifi ngu dæmanna var hvoru safni skipt í tvennt
um miðbik aldarinnar. Þannig er bæði hægt að bera saman mis mun-
andi textagerðir (bréf og blöð/tímarit) og mismunandi tímabil (fyrri
hluta aldarinnar og þann síðari). Ef einungis er litið á fj ölda dæma um
orð með aðskeytunum fj órum voru þau heldur fl eiri í blaðatextum en
í bréfum. Dæmin voru líka mismörg á fyrri og síðari hluta 19. aldar.
Þar er þó munur á söfnunum. Í bréfasafninu voru margfalt fl eiri dæmi
frá síðari helmingi aldarinnar en þeim fyrri en í blaðasafninu snerist
þett a við. Fjöldi dæma gefur þó ekki endilega rétt a mynd af umfangi
slíkra orða í textunum því söfnin eru misstór og í þeim báðum er mun
meira og fj ölbreytilegra efni frá síðari helmingi aldarinnar. Dæma-
fj öldann verður því að skoða sem hlutfall umræddra orða af heild ar-
textanum. Tafl a 2 sýnir niðurstöður þar sem bæði kemur fram fjöldi
dæma í hvoru textasafni og á hvoru tímabili og hlutfall þeirra miðað
við hver 10 þúsund orð.
Tímabil Fjöldi lesmáls-orða
Fjöldi
dæma
Hlutfall af hverjum
10.000 orðum
Bréfasafn
1801–1850 59.045 14 2,4
1851–1900 804.910 147 1,8
Blaðasafn
1801–1850 473.139 149 3,1
1851–1900 923.277 53 0,6
Alls 19. öld 2.260.371 363 1,6
Tafl a 2. Orð með aðskeytunum an-, be-, -heit og -era: Heildarfj öldi lesmálsorða í
textunum, fj öldi dæma um slík orð og hlutfall þeirra af hverjum 10.000 lesmálsorðum.
Greint er á milli textategunda (þ.e.a.s. safna) og tímabila (þ.e.a.s. fyrri og síðari hluta
aldarinnar).
Sé sjónum fyrst beint að textategund má sjá að á fyrri helmingi aldar-
innar voru dæmi um orð með umræddum aðskeytum hlutfallslega
talsvert fl eiri í útgefnum blöðum og tímaritum en í óútgefnum einka-
bréfum. Niðurstöðurnar styðja því ekki þá skoðun Rasks (1818) að
umrædd aðskeyti hafi einkum komið fram í daglegu tali, þ.e.a.s. ef sú
forsenda er rétt að einkabréf hafi staðið nær töluðu máli en útgefnir
textar. Þróunin var sú að á heildina litið dró úr notkun slíkra orða á 19.
öld, hlutfall þeirra fór úr 1,9 af hverjum 10 þúsund orðum á fyrri hluta
aldarinnar í 1,4 á þeim síðari. Í bréfasafninu lækkaði hlutfallið svolítið,
þrátt fyrir að dæmunum fj ölgaði, en þar reyndist samt sem áður vera
tunga_19.indb 56 5.6.2017 20:27:38