Orð og tunga - 01.06.2017, Blaðsíða 53
Ásta Svavarsdóttir: „annaðhvort með dönskum hala eða höfði“ 43
meðan Ísland var hluti þess og tengsl íslensku við önnur mál, einkum
á 19. öld, eru viðfangsefni 3. kafl a. Þar er einnig vikið að hugmyndum
samtíðarmanna um erlend, einkum dönsk, áhrif á 19. aldar íslensku,
og sýnd dæmi um samtímaummæli um slík áhrif í máli og málnotkun
sem varpa ljósi á viðhorf til þeirra. Í 4. kafl a er gerð grein fyrir tveimur
rannsóknum á erlendum áhrifum á íslenskan orðaforða eins og þau
birtast í 19. aldar textum. Sjónum er einkum beint að umfangi orða
af erlendum uppruna, bæði almennt í textunum sem lagðir eru til
grundvallar og í mismunandi textum, en einnig er fj allað lítillega um
eðli og einkenni orðanna. Í lokakafl anum eru niðurstöður þessara
rannsókna dregnar saman og leitast við að draga ályktanir af þeim
um eðli og umfang erlendra máláhrifa í íslensku á 19. öld, bæði með
hliðsjón af hugmyndum um máltengsl og máláhrif almennt og þeim
samtímalýsingum sem fj allað er um í 3. kafl a.
2 Markmið og fræðileg umgjörð
Markmið greinarinnar er að skoða erlend áhrif á íslenskan orðaforða
á 19. öld frá ólíkum sjónarhornum, annars vegar með tilliti til ytri
aðstæðna í samfélaginu og þeirra viðhorfa sem þar má greina og
hins vegar í málnotkun eins og hún blasir við í textum. Eins og
áður segir er það útbreidd skoðun að dönsk áhrif hafi verið mikil á
þessum tíma en hún byggist fyrst og fremst á samtímaummælum og
einstökum dæmum um notkun orða af erlendum uppruna í textum,
aðallega úr prentuðum heimildum. Hér verða kynntar niðurstöður
úr skipulegum rannsóknum á erlendum áhrifum á orðaforðann eins
og þau birtast í 19. aldar textum og þær tengdar við ytri aðstæður.
Rannsóknirnar beindust ekki síst að því að meta umfang áhrifanna
og leitast er við að greina niðurstöðurnar í ljósi almennra fræðilegra
hugmynda um máltengsl og áhrif eins máls á annað.
Á síðustu árum og áratugum hefur söguleg félagsmálfræði, sem
styðst við reynslu, hugmyndir og aðferðir úr fj ölmörgum greinum
mál vísinda (Nevalainen og Raumolin-Brunberg 2012:27), verið vax-
andi fræðigrein. Rannsóknir á þessu sviði beinast að tengslum máls
og samfélags í víðum skilningi, þ. á m. að eðli og áhrifum máltengsla
(sjá t.d. McColl Millar 2012, Trudgill 2010). Meðal þess sem einkennir
þett a rannsóknarsvið má nefna áherslu á tilbrigði í málinu á hverjum
tíma sem koma berlegar í ljós þegar sjónum er beint að fj ölbreytilegri
heimildum en títt er í hefðbundnum sögulegum málrannsóknum.
tunga_19.indb 43 5.6.2017 20:27:36