Orð og tunga - 01.06.2017, Blaðsíða 149
Heimir van der Feest Viðarsson: Málnotkun sem mælikvarði 139
útskriftareinkunn
Há (ág.–1. einkunn) 49 51.574 9,50
Lág (2.–3. einkunn) 23 22.518 10,21
Útskrifaðist ekki 28 8.320 33,65
bekkur
1.–3. bekkur 56 27.210 20,58
4.–6. bekkur 44 55.202 7,97
Tafl a 1. Notkun fn. maður eft ir þremur breytum; hrá tíðni og stöðluð (m.v.
tíu þúsund orð).
Beitt var logruðu sennileikaprófi (e. log-likelihood test), sem tekur til-
lit til mismikils textamagns, til þess að kanna marktækni hrás tíðni-
munar einvíðu breytunnar maður.6 Marktækur munur var á tíma-
bil un um 1881–1895 og 1896–1906 (p < 0,001; LL 14,50) en ekki á
1852–1880 og 1881–1895. Þetta bendir því mögulega til aukningar
und ir lok tímabilsins eftir að Halldór Kr. Friðriksson hætti kennslu.
Ekki er marktækur munur á hárri og lágri útskriftareinkunn en mark-
tækur munur er annars vegar á nemendum sem útskrifuðust ekki og
hins vegar á nemendum með háa/lága einkunn (p < 0,0001; LL 124,89
og 50,59, hvort um sig). Nemendur, sem á annað borð luku námi,
notuðu fn. maður því minna en hinir. Á 1.–3. og 4.–6. bekk er einnig
marktækur munur (p < 0,0001; LL 37,57) sem hugsanlegt er að túlka
þannig að nemendur hafi jafnframt notað fn. maður minna eftir því
sem námi þeirra vatt fram.
Þessu verður þó að taka með fyrirvara. Á tímabilinu 1896–1906
er bæði hlutfallslega meira um 1.–3. bekkinga í gagnasafninu og að
nem end urnir útskrifuðust ekki en á fyrri skeiðunum tveimur. Þá voru
þeir sem útskrifuðust ekki einnig oftast í 1.–3. bekk.7 Við nánari at-
hug un á umræddu tímabili reyndist útskriftareinkunn ómarktæk.
Aft ur á móti var áfram marktækur munur á 1.–3. bekk og 4.–6. bekk
(p < 0,0001; LL 16,04) þar sem í 1.–3. bekk voru 45 dæmi á móti 20.132
orð um en 6 dæmi á móti 11.582 orðum í 4.–6. bekk.
Ef ritgerðunum er skipt upp í sex tímabil og dæmin flokkuð eftir
bekkjarbreytunni má sjá að 1885–1906 eru hlutfallslega fleiri dæmi
um fn. maður í 1.–3. bekk en í 4.–6. bekk, sbr. Töflu 2 og Mynd 2. Fyrstu
6 Notað var tölfræðitól sem fylgir handbók McEnerys og Hardies (2012). Hefðbund-
in marktækni við p < 0,05 (meira en 95% líkur) er við LL 3,84 mörkin, p < 0,01 við
LL 6,63, p < 0,001 við LL 10,83 og p < 0,0001 við LL 15,13.
7 Af nemendum, sem útskrifuðust ekki, voru 16 í 1.–3. bekk og fi mm í 4.–6. bekk.
Í einu tilviki vantaði upplýsingar um bekk. Þess ber þó að geta að af þessum 21
nemanda létust tveir í 4.–6. bekk og einn í 1.–3. bekk meðan á náminu stóð.
tunga_19.indb 139 5.6.2017 20:27:55