Orð og tunga - 01.06.2017, Blaðsíða 59
Ásta Svavarsdóttir: „annaðhvort með dönskum hala eða höfði“ 49
3.3 Umræður um íslenskt mál á 19. öld
Málhreinsun var áberandi þátt ur í þeim viðhorfum um málnotkun
og málþróun sem birtast í 19. aldar skrifum um tungumálið. Litið var
svo á að málið hefði spillst af erlendum áhrifum og að viðreisn þess
fælist ekki síst í viðleitni til að eyða afl eiðingum þeirra í orðaforða,
setningagerð og stíl. Andstaða gegn erlendum máláhrifum er algeng
meðal þjóða sem eiga í barátt u fyrir sjálfstæði eða stríði um lönd
og beinast fyrst og fremst að máli þeirra sem barist er gegn. Þannig
beind ist hún einkum gegn dönsku á Íslandi og um sama leyti var
tals verð andstaða gegn þýsku og þýskum áhrifum í Danmörku sem
tengdist m.a. stríðunum um hertogadæmin (Frandsen 2015, Broder sen
2003:125–126). Hugmyndin um gullaldarmál er samofi n málhreins-
un (Langer og Nesse 2012:617) og á Íslandi var litið svo á að það
birtist í fornritunum sem urðu fyrirmynd við viðreisn tungunnar. Við
þett a bætt ust rómantískar hugmyndir um hreinleika alþýðumálsins,
einkum til sveita, en einnig má nefna arfl eifð upplýsingarinnar þar
sem áhersla var lögð á innlenda nýyrðasmíð til að tryggja að textar
væru sem fl estum skiljanlegir. Í bréfi, sem danski málfræðingurinn
Rasmus Rask skrifaði haustið 1813, eft ir skamma dvöl á Íslandi, lýs-
ir hann málinu sem hann heyrði í Reykjavík þannig: „jafnvel hiá
bestu mönnum er annadhvört ord á dönsku, hiá almúganum mun
hún haldast vid leingst“ (BRR:164). Ári síðar var hann á ferð um
Austurland og lýsti reynslu sinni í öðru bréfi : „Þar var [...] málið
hreint og kröptugt, nema kannske í eystri parti Skaptafellssýslu
dálítið afb akað í stöku tilfellum“ (THÍB:96).3 Ef marka má þessi
um mæli hefur Reykjavíkurmálið verið mjög dönskuskotið á fyrstu
ára tugum 19. aldar en mun síður út um land, a.m.k. á austanverðu
landinu. Rúmum þremur áratugum síðar lýsti áðurnefndur Stefán
Gunnlaugsson bæjarfógeti málfari í bænum í bréfi til stiftamtmanns:
Den paaklagede almindelige Konfusion af Islandsk og Dansk
hvormed der in specie i Reykjavik Köbstad opstaar en saa
frygtelig Sammenblandning af begge Sprog, at naar Opland-
bönderne kommer til Köbstaden, kan de undertiden med Nöd
og Næppe forstaa deres egen Landsmænd, som ere her bosat-
te, hvilke d.v.s. Tomthusmændene og islandske Assistenter,
3 Björn M. Ólsen gaf út úrval af bréfum Rasks til Íslendinga með samræmdri
stafsetningu 1888 (THÍB) en í útgáfu Louis Hjelmslev á bréfasafni hans frá 1941
(BRR) er textinn prentaður stafrétt ur.
tunga_19.indb 49 5.6.2017 20:27:37