Orð og tunga - 01.06.2017, Blaðsíða 57
Ásta Svavarsdóttir: „annaðhvort með dönskum hala eða höfði“ 47
Í Danmörku var alltaf litið svo á að íslenska væri sérstakt tungu-
mál. Þar hefur bæði skipt máli hversu ólík hún var talmálinu á meg-
in landinu, bæði í Danmörku og Noregi, og sú staðreynd að löng
hefð var fyrir íslensku ritmáli. Íslensk biblíuþýðing og ýmis önnur
kirkju leg rit á íslensku voru t.d. gefi n út fl jótlega eft ir siðaskipti. Í
Noregi, þar sem mállýskurnar voru mjög skyldar þeim dönsku, og
í Færeyjum, þar sem ekki var nein ritmálshefð, þótti aft ur á móti
eðlilegt að nota danskt ritmál og danska biblíuþýðingu. Íslenska naut
ekki bara viðurkenningar heldur líka talsverðrar virðingar í Dan-
mörku, ekki síst meðal menntamanna, vegna sögulegs gildis forn-
rit anna fyrir öll Norðurlönd (Auður Hauksdótt ir 2016). Af hendi
danskra yfi rvalda virðast aldrei hafa verið markvissir tilburðir til að
grafa undan íslensku á Íslandi. Til marks um það má nefna að þegar
móðurmálskennsla var innleidd í dönskum latínuskólum í byrjun 19.
aldar virðast dönsk skólayfi rvöld hafa talið sjálfsagt að íslenska væri
kennd sem móðurmál á Íslandi, þ.e.a.s. í skólanum á Bessastöðum,
rétt eins og danska í Danmörku (sjá grein Öldu B. Möller 2017, í
þessu heft i Orðs og tungu). Eigi að síður sótt i danska á, einkum meðal
íslenskra embætt ismanna, eft ir því sem fram liðu stundir (sjá Kjartan
G. Ott ósson 1990:32 o.v.).
3.2 Íslenska og danska á Íslandi
Þótt sambúð íslensku við dönsku hafi verið löng var ekki þar með
sagt að hún hafi alltaf verið náin. Fyrir þorra Íslendinga var danska
fj arlægt tungumál og það hefur lengstum verið þröngur hópur sem
var í beinni snertingu við danskt málsamfélag. Það voru aðallega þeir
sem dvöldu lengur eða skemur í Danmörku við nám eða störf og
þeir sem áttu í samskiptum við yfi rvöld þar vegna starfs síns. Hvort
tveggja átti fyrst og fremst við um sama hóp veraldlegra og andlegra
háembætt ismanna sem var fámennur á hverjum tíma. Ætla má að
lengst af hafi því tiltölulega fáir Íslendingar haft vald á dönsku og
hún var ekki kennd á Íslandi fyrr en á 19. öld (Auður Hauksdótt ir
2001:34). Þá er líklegt að margir landsmenn hafi haft betra vald á
dönsku ritmáli en á talmálinu. Ætla má að tengslin hafi löngum
verið fyrst og fremst gegnum ritað mál – lestur, skrift ir og þýðingar,2
2 Sjá Thomason og Kaufman (1988:66) um erlend áhrif sem berast gegnum ritmál.
Þau hika við að nota hugtakið tvítyngi þegar fólk hefur einungis vald á öðru ritmáli.
Ég leyfi mér þó að nota það hugtak í víðum skilningi hér, þ.e.a.s. þegar fólk hefur,
auk móðurmálsins, nægilega gott vald á öðru tungumáli til að sú þekking nýtist
því, hvort sem er í töluðu eða rituðu máli.
tunga_19.indb 47 5.6.2017 20:27:36