Orð og tunga - 01.06.2017, Blaðsíða 212
202 Orð og tunga
Vegurinn lá að gatnamótum sem Bretarnir nefndu Piccadilly Circus. Þar
mætir Bústaðavegur nú Grensásvegi sem Bretar nefndu Harley Street.
Bústaðavegur lá ofan við Bústaðabæinn10 að hinum hernaðarlega
mikil vægu vegamótum vestan Elliðaárkvíslanna, Charing Cross, þar
sem Bústaðavegur og Sogavegur, Tower Hill Road, mættust. Nöfnin
eru tengd Lundúnum.
Austan vegamótanna var hið gamla Álftnesingavað á Vestur kvísl-
inni, West Fork, og Ártúnsvað á Austurkvíslinni, East Fork. Um þessi
vöð lá aðalleiðin frá Seltjarnarneshreppi hinum forna, allt þar til
Elliða árnar voru brúaðar.
3.4 Um Kópavog og Álftanes
Frá gatnamótunum austan við Minni-Öskjuhlíð lá Hafnarfjarðarveg-
ur, Hafnarfjordur Road, í suður yfir Leynimýri og síðan austan við
Foss vog, Fossvogur Bay. Þá erum við komin að norðurmörkum Kópa-
vogs jarðar. Leiðin lá að krossgötum Nýbýlavegar, Skeleton Hill Road,
og Kárs nes brautar, Korsnes Road. Vestasti hluti Kársness, Kársnestá,
ber heitið Whale Point á herkortunum.
Leiðin frá Fossvogsbotni lá í suður milli Kópavogsháls, Mossley
Knoll, og Digranesháls, Whale Hill, og að gatnamótum ofan við Kópa-
vogslæk. Knoll í Mossley er í norðvesturhluta Englands. Knoll er notað
í ensku yfir ávalar smáhæðir eða hálsa. Hinn ávali Digranesháls
minn ir á lögun hvalbaks.
Í austur lá Hilton Road yfir brú yfir Kópavogslæk við gamla
Danskavað. Nú heitir vestasti hluti Hilton Road Fífuhvammur.
Mýrarsvæðið, aðallega Fífumýri og Kringlumýri sunnan við veginn
sem nú er nefndur Fífuhvammur, er kallað á herkortunum Hilton
Flats. Þekktasta Hilton Flats-örnefnið í Bretlandi er í Tenby í Suður-
Wales.
Af Arnarnesi, Puffin Point, blasir við Arnarnesvogur, Puffin Bay,
og Eskines, Arnar Point, nyrsti hluti Gálgahrauns. Á Álftanesi, Gardar
Peninsula, við Skerjafjörð, Ford Fjord, er Bessastaðatjörn, Bless Bay,
Seilan, Point Eyri, Rani, Rani Point, Lambhúsatjörn, Lamb Bay og Skóg-
tjörn, Bottle Neck Bay.
10 Bústaðabærinn lá neðan við Bústaðaveginn, milli Marklands og Seljalands.
tunga_19.indb 202 5.6.2017 20:28:08