Orð og tunga - 01.06.2017, Blaðsíða 26
16 Orð og tunga
en síðar íslensku og hétu þær þá „Uppteiknun“ en hver kennari
skilaði lýsingu á námsefni sínu og kennslutilhögun til lektors (Bps.
7b, 8a, 8b). Um íslenskukennslu Björns segir að hann hafi lagfært stíla
alls bekkjarins en ekki er getið um efni þeirra né kennsluna að öðru
leyti. Skýrslur frá þessum tíma sýna að inntökupróf voru haldin m.a.
í íslenskum stíl (Bps. 8a).
Frá skólaárinu 1840–1841 voru skýrslur Bessastaðaskóla prentaðar
og fjölluðu m.a. um skólahald og útgáfustarfsemi, kennslustarfið og
frammistöðu nemenda með vitnisburði um brautskráða nemendur
í hverri grein. Lektor var ábyrgðarmaður og fram kemur að árið
1839 hafi verið send boð frá Skólastjórnarráðinu þess efnis að hver
skólameistari skyldi framvegis láta prenta skýrslu um skólastarfið.
Boðin bárust þó ekki fyrr en með vorskipum 1840 og enn tafðist
útgáfan því að ekki var ljóst hvort skýrslan ætti að vera á íslensku
eða dönsku. Það varð svo úr að skýrslan skyldi rituð á íslensku. Þetta
sagði lektor útskýra „hvarfyrir eg rita skírslu mína á íslendsku, sem
mér hvert sem er sýnist, eins og Stiptsyfirvöldunum og svo hefir
sýnst, vidurkvæmilegast; því mest er það umvardandi að íslendskir
sjálfir fái elsku til skóla vors“ (Jón Jónsson 1841:10).
Björn Gunnlaugsson fjallaði af nokkurri nákvæmni um kennslu í
landafræði, reikningsfræði og dönsku þessi árin. Skýrslan um dönsk-
una lýsir því m.a. hve málakennslan var í raun þverfagleg í skólanum
en um þetta sagði lektorinn (Jón Jónsson 1841:23):
Fyrst lætur hann lærisveinana lesa dönskuna, sídan snúa
henni á íslendsku, og undireins géfur hann þeim íslendsk ord
yfi r dönsku ordin, þar sem lærisveinana vantar þau, gétur og
um mismunandi eiginleika dönskunnar og íslendskunnar.
Um íslenskukennsluna sagði Björn yfirleitt: „Loksins hefi eg lagfært
stíla þá ena sömu, og uppá sama máta sem híngad til“ (Jón Jónsson
1843:14).
Sumarið 1846 var Bessastaðaskóla slitið í síðasta sinn. Ljóst var að
Björn Gunnlaugsson fengi aukna kennslu í sérgreinum sínum í nýja
skólanum í Reykjavík og í bréfi til Sveinbjarnar Egilssonar, ný skip-
aðs rektors, 16. sept. 1846, baðst hann undan frekari kennslu í tungu-
málum og landafræði með þessum orðum (Sk. 12–1):
Jeg önskede helst at være fri for alle Stile, dansk læsning og
Geographi, thi der er utallig mange, som gjöre dett e bedre
tunga_19.indb 16 5.6.2017 20:27:31