Orð og tunga - 01.06.2017, Blaðsíða 214
204 Orð og tunga
Camp Korsnes. Það var yst á Kársnesi ofan við Kársnesbraut (þar sem
Kársneskjör reis síðar). Í Sæbólslandi við Fossvogsbotninn reis her-
skála hverfi, Camp Bournemouth, við suðurleiðina úr Reykjavík. Borgin
Bournemouth er á suðurströnd Englands.
Háhæðina, þar sem nú er miðbær Kópavogs og Hamraborgin,
nefndu Bretar Skeleton Hill. Margir hafa talið að nafnið Skeleton Hill
tengist beinagrindum frá aftökustað Kópavogsþings. Engar sannanir
eru samt um beinafund hermanna þar. Á hæðinni voru trönur og
fiskur þurrkaður. Það vakti forvitni hermanna og gaf búðunum
nafn. Friðþór Eydal hefur sýnt fram á að búðirnar hafi verið nefndar
Skeleton Hill allt frá upphafi haustið 1940 og þar til Bandaríkjamenn
tóku við búðunum árið 1942 (Friðþór Eydal 2013:13–16).
4.2 Herleiðir og herskálar í landi Digraness- og Fífu-
hvamms jarða
Frá Hafnarfjarðarvegi, Hafnarfjordur Road, lá ófullkominn vegur í
aust ur frá Skeleton Hill að Víghóli. Þar var ratsjárstöð bandaríska flug-
hers ins, Camp Catharine. Þaðan lágu traðir að Digranesbæ á Digra nes-
hæð, Whale Hill.
Hilton Road, sem lá á svipuðum slóðum og Fífuhvammur (vegur)
er nú, sveigði suður yfir Kópavogslæk, suðvestan núverandi Digra-
neskirkju. Frá Hilton Road var unnt að aka að Fífuhvammsbænum.
Vestan við veginn að Fífuhvammsbæ var ófullkomin braut hersins að
hinum mikilvægu sprengjugeymslum og herskálum við Hnoðraholt,
Gala Hill. Örnefnið Gala Hill er á mörkum Skotlands og Englands.
Ástarljóðið „Braes O’Gala Hill“ var oft sungið á stríðsárunum.
Brautin lá um Selhrygg, Hawick Hill, Smalaholt, Camel Hill, og
Rjúpna hlíð (Rjúpnadalshlíð, Rjúpnahæð), Bare Hill. Bærinn Hawick er
í Skotlandi og þekktur fyrir vefnað. Við bæinn eru Hawick Hills. Fyr-
ir mynd Camel Hill-nafnsins gæti verið þekktur búgarður í Los Gatos
í Kaliforníu, Camel Hill Vineyard. Þar var og er enn mikil vínrækt
og úlfaldarækt. Nafnið gæti einnig verið dregið af staðháttum,
kryppu eða kryppum. Ef til vill á örnefnið Bare Hill sér eðlilegar
ræt ur í gróðursnauðum hluta Rjúpnahlíðar (Rjúpnahæðar) þar sem
nyrsti hluti Hunt Delaware var. Samt sem áður má nefna að hæðir
við stórborgina Baltimore eru nefndar Bare Hills. Svæðið norðan
við Hnoðraholt og Selhrygg er á herkortunum merkt „Scattered
Boulders“ (hnullungadreif).
tunga_19.indb 204 5.6.2017 20:28:09