Orð og tunga - 01.06.2017, Blaðsíða 61
Ásta Svavarsdóttir: „annaðhvort með dönskum hala eða höfði“ 51
(stilshætt i) sem á svo illa vid íslenzku“ (Ármann á Alþingi 1830:VI). Þar
gefur hann líka áhugaverða skýringu á uppruna Önundar í nágrenni
Reykjavíkur (1830:V):
Ønund lét eg vera á Seltjarnarnesi, af því ad eg huxadi ad þad
mundi vera eins í Íslandi eins og annarstadar þar sem borgir
eru bygdar af útlendum mønnum, þá vestnar málid fyrst í
kríngum þær, og breidist þadan út lengra, og líka mynti mig
ad eg hefdi heyrt marga segja ad svo væri.
Máli Önundar var því beinlínis ætlað að gefa ýkta mynd af erlendum
máláhrifum. Þá virðist heimilisfesti persónunnar ekki hafa ráðist af
reynslu höfundar sjálfs af íslensku kaupstaðamáli heldur því sem hann
hafði heyrt um málfar í borgum almennt. Óvíst er að hugmyndir um
mál og málþróun í erlendum borgum hafi sjálfk rafa mátt heimfæra
á smábæinn Reykjavík4 og því ástæða til að taka lýsingunni með
hæfi legum fyrirvara.
Skáldsagan Piltur og stúlka er líka áhugaverð í þessu sambandi því
Reykjavík er sögusvið í drjúgum hluta sögunnar.5 Bænum er stillt
upp sem andstæðu við sveitirnar og bæjarbúum sem andstæðu við
sveitastúlkuna sem þangað kemur. Munur sögupersónanna kemur
fram jafnt í hátterni, klæðaburði og málfari (Jón Thoroddsen 1850:70):
Það má nærri geta, að Sigríði varð í fyrstu margt nýstárlegt
þar sem hún nú var komin; siðir og búnaðarhættir voru þar
allir aðrir en þar sem hún hafði verið áður. Hún var svo vel
viti borin að hún fann fl jótt , að mart varð hún að nema það,
sem hún hafði ekki áður numið, en vera varð, og betur fór að
kunna; [...] Tvent var það, sem Sigríði virtist eingin nauðsyn
tilbera að hún breytti, og ásetti sjer jafnan að varðveita, enn
það var málið og klæðabúníngurinn. [...] Danska túngu hafði
hún að sönnu lært [...] og skildi hún hana allvel; enn aldrei
hafði hún mælt á það mál, og þótt i henni betra að tala það
óbjagað, sem hún kunni, enn rammbjagaða dönsku;
Þarna er gefi ð í skyn að Íslendingar hafi ekki verið vel mæltir á dönsku
og á sama stað er íslensku Reykjavíkurmáli lýst svo:
4 Árið 1835 voru íbúar Reykjavíkur 639 og um 554 til viðbótar í næsta nágrenni
bæjarins (n.v. Seltjarnarnes, Laugarnes og Viðey), alls tæplega 1200 manns (sbr.
Hagskinnu, töfl u 2.3).
5 Sjá einnig Harald Bernharðsson (2017), í þessu heft i Orðs og tungu.
tunga_19.indb 51 5.6.2017 20:27:37