Orð og tunga - 01.06.2017, Blaðsíða 188
178 Orð og tunga
ger anda, svo sem viljandi, af ásettu ráði, til þess að fá botn í málið, af
kappi, í þolmyndarsetningum (sbr. t.d. Zaenen og Maling 1984:318,
Hall dór Ármann Sigurðsson 1989, Sigríði Sigurjónsdóttur og Maling
2001, Jóhannes Gísla Jónsson 2005a:391). Þetta á einnig við um óper-
sónu lega þolmynd, sbr. (11), þrátt fyrir að af-liðir séu stundum óeðli-
legir í slíkum setningum (sjá til samanburðar (13a) fyrir neðan sem
inniheldur þolmynd af tala um ásamt af-lið).
(11) a. Það var talað um þetta af ásettu ráði.
b. Það var talað um þetta til þess að fá botn í málið.
(Jóhannes Gísli Jónsson 2005a:391)
Í (11) er hægt að nota feitletruðu forsetningarliðina sem standa í nánu
sambandi við gerandann. Þá má í kjölfar ópersónulegra þol mynd ar-
setninga spyrja spurninga á borð við Hver gerði það? (sjá (12)).5
(12) a. Það var mikið talað um þetta.
b. Hverjir töluðu um það?
(Jóhannes Gísli Jónsson 2005a:391)
Í setningunni í (12a) er fullyrt að mikið hafi verið talað um eitthvað
en þar er hægt að spyrja um gerandann, líkt og viðmælandinn gerir í
(12b). Ef svona setningar eru vísbending um að gerandinn sé til staðar
á svipaðan hátt og í hefðbundinni þolmynd þá er það athyglisvert
að gerandi í af-lið þykir oft ekki góður í ópersónulegri þolmynd.
Jóhannes Gísli Jónsson (2005a:391, 2009:294) telur t.d. að af-liðir séu
oft ótækir í ópersónulegri þolmynd og sýnir eftirfarandi dæmi.
(13) a. ?*Það var talað um þetta af mörgum. (Jóhannes Gísli
Jónsson 2005a:391)
b. *Það var sungið af tveimur kórum.
(Jóhannes Gísli Jónsson 2009:294)
5 Ritrýnir bendir á að dæmi eins og í (12) eru ekki endilega ótvíræð vísbending um
að gerandi sé til staðar í setningu á borð við (12a) enda er hægt að svara (ia) með
(ib) án þess að gerandi sé í fyrri setningunni.
(i) a. Vextirnir hækkuðu í dag.
b. En hver hækkaði vextina?
Hér skiptir máli að í ópersónulegri þolmynd, eins og þeirri sem hér er til umræðu,
er alltaf hægt að spyrja um gerandann en í öðrum tilvikum er stundum nóg að
samhengið gefi til kynna að gerandi sé til staðar. Þegar því er ekki til að dreifa eins
og í (iia) er óeðlilegt að spyrja um geranda í framhaldinu, sbr. (iib).
(ii) a. Yfirborð vatnsins hækkaði um nokkra sentimetra.
b. ??En hver hækkaði yfirborðið?
tunga_19.indb 178 5.6.2017 20:28:04