Orð og tunga - 01.06.2017, Blaðsíða 114
104 Orð og tunga
h. med honum fekk jeg eingar fréttir ad vestan (1866-03-
09)
i. hefur tekist að gjỏra nokkuð úr litlu eða eingu (1852-
02-02)
j. en geta þessa brefs að eingu í reikningunum (1854-11-
25b)
Dæmið með öng- er úr bréfi frá 1849 og er því meðal elstu bréfanna
sem varðveist hafa með hendi Jóns (sjá bréfaskrá). Ráðandi öng-mynd-
ir í PS 1850 benda óneitanlega til að þær hafi verið Jóni tamar. Gísli
Brynjúlfsson, vinur Jóns og samverkamaður við Norðurfara, not ar líka
oft öng-myndir í dagbók sinni í Höfn árið 1848 (útg. 1952). Í Norð ur fara
þeirra Gísla og Jóns 1848 og 1849 koma öng-myndir fyrir (að minnsta
kosti í síðari árganginum) þótt eng-myndir séu ráðandi.
Um miðja nítjándu öld hafa eng-myndirnar víða verið teknar
fram yfi r öng-myndirnar í rituðu máli. Í Fjölni virðist öng-myndum
fara fækk andi þegar á líður og þær virðast hlutfallslega fáar í síðustu
þrem ur árgöngunum (þótt það hafi ekki verið rannsakað skipulega)
eft ir að ný stafsetning var tekin upp í Fjölni í 7. árgangi, 1844. Halldór
Kr. Friðriksson sýnir aðeins eng-myndir í Íslenzkum rjettritunarreglum
(1859:20) og Íslenzkri málmyndalýsíngu (1861:45–46) og í hinni fyrr-
nefndu leggst hann sérstaklega gegn öng-myndunum (1859:41–42):
Enn er það, að vjer í ýmsum föllum af enginn höfum í fram-
burðinum au (= ö) fyrir ei (= e) á undan ng, og bœtum þá inn í v
fyrir aptan g; … nú á hinum síðari tímum er það tekið af öllum
þeim, er vanda rjett ritun sína, að rita ávallt e (eða ei, ef breiður
hljóðstafur er hafður á undan ng), og sleppa v á eptir g, og skal
því rita: engum, enga, engri.
Hér birtist aft ur munur ritmáls og mælts máls. Mælt er með notkun
eng-mynda í ritmáli enda þótt öng-myndir séu ráðandi í mæltu máli
(sjá um viðhorf handbókahöfunda hjá Atla Jóhannssyni 2015). Þessi
munur lifði fram á tutt ugustu öld því að Valtýr Guðmundsson segir í
málfræði sinni 1922 að fornafnið hafi bæði myndir með eng- og öng(v)-
„af hvilke den ene mest bruges i Skrift sproget, den anden overvejende
i Talesproget (og ret jævnlig i Poesi)“ (Valtýr Guðmundsson 1922:115).
Stefán Einarsson segir í málfræði sinni 1949 að myndir með eng- séu
„both literary and colloquial, those with öngv- only colloquial“ en
jafn framt sé til mállýskubundin alhæfi ng öng- í allri beygingunni, án
þess að tilgreina hvar hana sé að fi nna (Stefán Einarsson 1949:73).
tunga_19.indb 104 5.6.2017 20:27:48