Orð og tunga - 01.06.2017, Blaðsíða 167
Jóhannes B. Sigtryggsson: Samræmdur úrvalsritháttur fornbóka 157
atriði eins og hvort rita ætti ypsílon eða fella það niður, hvort rita ætti
é eða je og svo framvegis. Hugmyndir um að miða meir við framburð
í stafsetningu en uppruna áttu því hljómgrunn hjá mörgum og voru
endurómur svipaðra hugmynda í Danmörku og Þýskalandi frá því
fyrr á öldinni (sjá Skautrup 1953:167–170). Halldór Kr. Friðriksson tók
þátt í mörgum þessara deilna og varði stafsetningu sína. Þekktust er
líklega rimma hans við Björn M. Ólsen (1850–1919) árin 1889–1890,
meðal annars um ypsílon (Jón Aðalsteinn Jónsson 1959:92–94).
3 Jón Þorkelsson: ævi og verk
Jón Þorkelsson fæddist árið 1822 á Sólheimum í Sæmundarhlíð í
Skaga firði. Hann lauk málfræðinámi við Kaupmannahafnarháskóla
1854, var styrkþegi í Árnasafni, kenndi við Reykjavíkurskóla eða
Lærða skól ann í Reykjavík frá 1859, varð yfirkennari 1869, rektor 1872
og fór á eftirlaun 1895.5 Eftir Jón liggja ýmis ritverk, meðal annars
greinar um forn bókmenntir og málfræði. Af viðamiklum verkum
hans má nefna orða söfn í mörgum bindum (Supplement til islandske
Ordbøger) með við bót um við íslenskar orðabækur (Jón Þorkelsson
1876, 1879–1885, 1890–1897, 1899) og rit um beygingu sagnorða í ís-
lensku svo eitthvað sé nefnt. Rannsóknir Jóns einkennast af mik illi
dæmasöfnun og nákvæmri athugun á viðfangsefninu.
Það sést greinilega á samtímaheimildum að Jón Þorkelsson hefur
notið virðingar samtíðarmanna fyrir lærdóm og þekkingu á íslensku.
Í tímaritinu Baldri segir „l–s–n“ (1868:19) til að mynda í ritdómi um
Ævisögu Gizurar Þorvaldssonar eftir Jón: „Sagan, sem Jón Þorkelsson
hefir samið, ber vott um hinn sama skarpleik, djúpa lær dóm og
óþreytandi elju, sem þessi ágæti vísindamaður hefur áður sýnt í öllu
því, er hann hefir ritað.“ Styrbjörn á Nesi (1877:65) segir um Jón: „[...]
sem allir vita að er allra hjerlendra manna víðlesnastur í fornum ritum
íslenzkum, og orðfróðastur [...].“
5 Um ævi Jóns Þorkelssonar sjá til að mynda Finn Jónsson (1907) og Jón Ólafsson
(1904).
tunga_19.indb 157 5.6.2017 20:27:59