Orð og tunga - 01.06.2017, Blaðsíða 81
Ásta Svavarsdóttir: „annaðhvort með dönskum hala eða höfði“ 71
með nokkurri varúð. Talsverður munur kom t.d. í ljós bæði milli
ein stakra útgáfustaða utan Reykjavíkur og á milli einstakra blaða.
Hann gæti að einhverju leyti skýrst af mismunandi umræðuefnum
og ólíkri framsetningu í blöðunum og vísbendingar eru um að hann
kunni að tengjast samsetningu blaðanna. Þannig leiddi athugun í ljós
að hlutfallslegur fj öldi dæma um aðkomuorð var að jafnaði meiri í
auglýsingum en í meginmáli blaðanna. Fjöldi auglýsinga hlýtur þar af
leiðandi að hafa áhrif á heildarhlutfall slíkra orða í viðkomandi blaði.
Þett a hefur áhrif við samanburð milli útgáfuára því hlutur auglýsinga
var stærri í yngri blöðunum en í þeim eldri, ef marka má athugun á
Ísafold og Þjóðólfi bæði árin. Á heildina litið kann hann líka að vera
stærri í Reykjavíkurblöðunum en í blöðum gefnum út annars staðar
þótt það hafi ekki verið kannað sérstaklega. Þett a sýnir mikilvægi
þess að byggja á fj ölbreytilegu textasafni og minnir á að óvarlegt sé að
draga almennar ályktanir um erlend áhrif á orðaforðann af umfangi
aðkomuorða í einsleitum textum.
Lausleg greining á dæmasafninu leiddi í ljós að nafnorð eru þar
langfyrirferðarmest. Þau eru einkum heiti af einhverju tagi og vísa
mörg til nýjunga í vöruframboði á ýmsum sviðum enda komu mörg
þeirra fyrir í auglýsingum eins og áður segir. Orðin voru því yfi rleitt
ekki í samkeppni við eldri innlend orð en e.t.v. við nýyrði af innlendri
rót í einhverjum tilvikum. Engin dæmi fundust aft ur á móti um að-
komu orð, nýleg á umræddu tímabili, sem myndu teljast til kjarna
orða forðans – þeirra orða málsins sem eru algengust, útbreiddust og
notuð í fj ölbreytilegustu samhengi – og engin dæmi voru heldur um
aðfl utt kerfi sorð. Þett a fellur illa að því sem almennt er talið einkenna
verulega mikil erlend máláhrif. Ekki verður betur séð en niðurstöður
rann sóknanna skipi 19. aldar íslensku á 1. þrep fj ögurra þrepa við-
mið unarskala (e. borrowing scale) Thomason og Kaufman sem kynntur
var í 2. kafl a (Thomason 2001:68–69; sjá Töfl u 1), bæði hvað varðar
máltengsl og máláhrif. Málfélagslegir þætt ir, sem skilgreina það þrep,
eru tiltölulega lítil tengsl („casual contact“) og takmarkað tvítyngi í
samfélaginu m.t.t. fj ölda tvítyngdra og þess hversu gott vald þeir hafa
á veitimálinu. Eins og fram kom í 3. kafl a var þorri Íslendinga lengst af
í lítilli sem engri beinni snertingu við dönsku og sá hópur, sem hafði
tök á málinu, hefur væntanlega verið mjög lítill og afmarkaður. Margt
bendir reyndar til að tengslin hafi aukist á 19. öld og dönskukunnátt a
orðið meiri og almennari svo íhuga mætt i hvort íslenska hafi þá tyllt
fæti á 2. þrep skalans („slightly more intense contact“), sérstaklega
þegar leið á öldina. Máláhrifi n, sem lesa má úr niðurstöðum í 4. kafl a,
tunga_19.indb 71 5.6.2017 20:27:42