Orð og tunga - 01.06.2017, Blaðsíða 90
80 Orð og tunga
2 Ævi Jóns Thoroddsens og ritverk
2.1 Ævi og ritverk
Stutt , óársett æviágrip er til með eiginhendi Jóns Thoroddsens í Lbs.
2091 4to en rækilegast hafa fj allað um ævi hans Steingrímur J. Þor-
steins son (1943, 1:15–51; 1950) og Már Jónsson (2016b og 2016c) (sjá
einnig Pál Eggert Ólason 1948–1952, 3:291–292). Hér er byggt á vönd-
uð um rannsóknum Steingríms og Más en aðeins stiklað á stóru.
Jón Þórðarson Thoroddsen fæddist á Reykhólum á Barðaströnd
5. október 1818, sonur Þórðar Þóroddssonar (1776–1846), bónda á
Reykhólum, og eiginkonu hans, Þóreyjar Gunnlaugsdótt ur (1787–
1863). Eft ir fermingu las Jón undir skóla þrjá eða fjóra vetrarparta á
árunum 1832–1836, hjá séra Sigurði Jónssyni, prófasti á Hrafnseyri og
föður Jóns Sigurðssonar forseta, og veturinn 1836–1837 hjá Sveinbirni
Egilssyni á Eyvindarstöðum á Álftanesi. Haustið 1837 settist Jón í
Bessastaðaskóla og brautskráðist þaðan vorið 1840.
Veturinn 1840–1841 var Jón barnakennari á Hrafnagili í Eyjafi rði
en sigldi sumarið 1841 til Kaupmannahafnar þar sem hann hóf að lesa
lög. Námið sóttist honum þó heldur seint og vor og sumar 1848 var
hann sjálfb oðaliði í Slésvíkurstríðinu um fj ögurra mánaða skeið og
komst þar til nokkurra metorða. Eft ir Slésvíkurstríðið sneri Jón aft ur
til Kaupmannahafnar þar sem hann ritstýrði ársritinu Norðurfara 1848
og 1849 ásamt Gísla Brynjúlfssyni, gaf út kvæðasafnið Snót 1850 ásamt
Gísla Magnússyni og skrifaði skáldsöguna Pilt og stúlku, líklegast
veturinn 1848–1849, en hún kom út í Kaupmannahöfn í apríl 1850.
Vorið 1850 sigldi Jón til Íslands og vonaðist til að verða fulltrúi
Barðstrendinga á þjóðfundinum sem áformaður var þá um sumarið
en komst ekki til landsins fyrr en eft ir að kjöri lauk. Þrátt fyrir að
Jón hefði ekki enn lokið lagaprófi var hann sett ur sýslumaður í
Barðastrandarsýslu þá um sumarið og sett ist að í Flatey. Árið 1853
sigldi Jón aftur til Hafnar til að lesa og lauk lagaprófi 1854. Þá um
sumarið kvæntist hann Kristínu Ólínu Þorvaldsdótt ur Sívertsen
skóla Íslands 14. mars 2014, á málþinginu Local identities – Global Literacy Prac-
tices. Vernacular Writing in a Textually Mediated Social World við Umeå-háskóla
16.–17. febrúar 2015 og á 21st Germanic Linguistics Annual Conference — GLAC
21, Brigham Young University, Provo, 8.–9. maí 2015. Áheyrendum þar þakka ég
gagnlegar umræður. Má Jónssyni þakka ég margháttað liðsinni við öflun bréfa með
hendi Jóns Thoroddsens og ýmissa skjala sem hann varða. Ritstjóra og tveimur
ónafngreindum ritrýnum þakka ég athugasemdir við eldri gerð greinarinnar.
tunga_19.indb 80 5.6.2017 20:27:44