Orð og tunga - 01.06.2017, Blaðsíða 210
200 Orð og tunga
1943 í mælikvarðanum 1:25.000. Yfirmaður verkfræðideildar banda-
ríska landhersins sá um gerð kortsins með aðstoð kortaþjónustu land-
hersins í Washington (frumkort GSGS 4186, 1941, endurskoðað 1943:
A.M.S. C861).
Á Myndum 1 og 2 í 3. kafla má sjá brot úr þessu korti.
3 Örnefni á hernaðarlega mikilvægum svæðum
3.1 Strandsvæðið
Strandsvæðið frá Viðeyjarsundi, Gufunes Bay, að Gróttutanga, Grotta
Point, og Seltjörn, Grotta Bay, er nákvæmlega teiknað á kortum hers-
ins. Leiðin frá höfninni í Reykjavík að Gróttuvita er nefnd Grotta Road
og Eiðsvík Selsker Bay. Herfræðilega var ströndin mikilvæg, allt frá
Vatnagörðum, Balbos Beach, Laugarnesi, Laugarnes Point, að Höfða við
Rauðarárvík, Consul Point.
Hið sama má segja um suðurströnd Seltjarnarness að Nauthólsvík,
South Beach. Viðey, Vidhey, Engey, Akurey og Selsker eru nákvæmlega
teiknuð á kortunum sem og Gufuneshöfði, Trigger Point, og Grafar-
vogur. Um Grafarvog lá leiðin að árkjöftum Elliðaárvogs, Salmon Inlet,
og að Ósmel Grafarvogs, Grafar Inlet. Á Gelgjutanga við Grafarvog
var braggabyggð og skipalægi.
Mynd 1. Brot úr korti bandaríska hersins af Reykjavíkursvæðinu: GSGS 4186, 1941,
endurskoðað 1943: A.M.S. C861.
tunga_19.indb 200 5.6.2017 20:28:08