Orð og tunga - 01.06.2017, Side 57

Orð og tunga - 01.06.2017, Side 57
Ásta Svavarsdóttir: „annaðhvort með dönskum hala eða höfði“ 47 Í Danmörku var alltaf litið svo á að íslenska væri sérstakt tungu- mál. Þar hefur bæði skipt máli hversu ólík hún var talmálinu á meg- in landinu, bæði í Danmörku og Noregi, og sú staðreynd að löng hefð var fyrir íslensku ritmáli. Íslensk biblíuþýðing og ýmis önnur kirkju leg rit á íslensku voru t.d. gefi n út fl jótlega eft ir siðaskipti. Í Noregi, þar sem mállýskurnar voru mjög skyldar þeim dönsku, og í Færeyjum, þar sem ekki var nein ritmálshefð, þótti aft ur á móti eðlilegt að nota danskt ritmál og danska biblíuþýðingu. Íslenska naut ekki bara viðurkenningar heldur líka talsverðrar virðingar í Dan- mörku, ekki síst meðal menntamanna, vegna sögulegs gildis forn- rit anna fyrir öll Norðurlönd (Auður Hauksdótt ir 2016). Af hendi danskra yfi rvalda virðast aldrei hafa verið markvissir tilburðir til að grafa undan íslensku á Íslandi. Til marks um það má nefna að þegar móðurmálskennsla var innleidd í dönskum latínuskólum í byrjun 19. aldar virðast dönsk skólayfi rvöld hafa talið sjálfsagt að íslenska væri kennd sem móðurmál á Íslandi, þ.e.a.s. í skólanum á Bessastöðum, rétt eins og danska í Danmörku (sjá grein Öldu B. Möller 2017, í þessu heft i Orðs og tungu). Eigi að síður sótt i danska á, einkum meðal íslenskra embætt ismanna, eft ir því sem fram liðu stundir (sjá Kjartan G. Ott ósson 1990:32 o.v.). 3.2 Íslenska og danska á Íslandi Þótt sambúð íslensku við dönsku hafi verið löng var ekki þar með sagt að hún hafi alltaf verið náin. Fyrir þorra Íslendinga var danska fj arlægt tungumál og það hefur lengstum verið þröngur hópur sem var í beinni snertingu við danskt málsamfélag. Það voru aðallega þeir sem dvöldu lengur eða skemur í Danmörku við nám eða störf og þeir sem áttu í samskiptum við yfi rvöld þar vegna starfs síns. Hvort tveggja átti fyrst og fremst við um sama hóp veraldlegra og andlegra háembætt ismanna sem var fámennur á hverjum tíma. Ætla má að lengst af hafi því tiltölulega fáir Íslendingar haft vald á dönsku og hún var ekki kennd á Íslandi fyrr en á 19. öld (Auður Hauksdótt ir 2001:34). Þá er líklegt að margir landsmenn hafi haft betra vald á dönsku ritmáli en á talmálinu. Ætla má að tengslin hafi löngum verið fyrst og fremst gegnum ritað mál – lestur, skrift ir og þýðingar,2 2 Sjá Thomason og Kaufman (1988:66) um erlend áhrif sem berast gegnum ritmál. Þau hika við að nota hugtakið tvítyngi þegar fólk hefur einungis vald á öðru ritmáli. Ég leyfi mér þó að nota það hugtak í víðum skilningi hér, þ.e.a.s. þegar fólk hefur, auk móðurmálsins, nægilega gott vald á öðru tungumáli til að sú þekking nýtist því, hvort sem er í töluðu eða rituðu máli. tunga_19.indb 47 5.6.2017 20:27:36
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.