Morgunblaðið - 01.12.2017, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 01.12.2017, Qupperneq 4
Gætið hófs í matarinnkaupum Oftast er óþarfi að kaupa svona mikið af matvöru og sælgæti. Gerðu innkaupalista og farðu vel yfir hann. Er í raun og veru þörf fyrir allt þetta gotterí? Rifjaðu upp hvað varð afgangs síðustu jól og lenti í ruslinu? Mundu líka að gjarnan hefst heilsuátak skömmu eftir áramót, og því ekki gott að vera með fulla skápa af konfekti. Ef þú sérð um matarboð á jólum getur þú beðið gesti að borga í matnum, skaffa drykki, meðlæti eða eftir- rétti. áfram, í stað þess að kaupa sérstök spariföt sem eingöngu verða notuð í örfáum jólaboðum. Ekki gleyma notuðum fötum af systkinum, frænkum og frændum. Einnig má kaupa fínasta sparifatnað á nytjamörkuðum og sölusíðum á netinu. Samvera þarf ekki að kosta neitt Jólatónleikar, hlaðborð og tíðar kaffihúsaferðir geta kostað sitt. Mestu máli skiptir að eyða tíma með fjölskyldu og vinum, en ekki peningum. Það kostar til dæmis ekkert að grípa í spil á aðventunni, auk þess sem lítill kostnaður fylgir því að hittast og baka saman smákökur eða gera konfekt. Munið bara að skella jólatónlist á fón- inn og skemmta ykkur. Kostnaðaráætlun Það að setja saman kostnaðaráætlun er ekki nóg eitt og sér, því nauðsynlegt er að fara eftir henni. Ekki plana hin fullkomnu jól, skoðaðu frekar hverju þú hefur efni á og hugleiddu í hvað þú ert tilbúin/n að spandera. Jólin eru nefnilega bara í nokkra daga, ekki setja nýja árið í uppnám með óþarfa bruðli. Færri og ódýrari gjafir Jólagjafakaup geta auðveldlega farið út í vitleysu. Gott er að skrifa niður lista yfir þá aðila sem þú ætl- ar að gefa jólagjöf, og ákveða svo hversu miklu þú vilt eyða í hvern pakka. Tilkynntu vinum og ætt- ingjum tímanlega að þú ætlir að gefa færri eða ódýrari gjafir í ár. Það getur einnig dregið úr pressu á þá. Notaðu hyggjuvitið Gjafir þurfa alls ekki að vera dýrar. Þeir sem eru sniðugir geta vel föndrað gjafir sjálfir en hægt er að fá fullt af hugmyndum á Pinterest eða öðrum síðum á netinu. Þá má til dæmis kaupa hluti á nytjamörkuðum og gera upp, búa til konfekt, baka dýr- indis smákökur eða prjóna trefil. Þeir sem ekki eru flinkir í höndunum, eða góðir að baka, geta gefið heimatilbúnar ávís- anir. Boð í dögurð eða barnapössun gæti til dæmis slegið í gegn. Verslaðu á útsölum Þeir sem sýna fyrirhyggju geta að sjálfsögðu byrjað að kaupa gjafir löngu fyrir jól. Gott er að notast við útsölur, auk þess sem bókamarkaðir standa ávallt fyrir sínu. Með þessu móti má einn- ig dreifa kostnaðinum yfir lengra tímabil í stað þess að strauja kortið óheyrilega í desember. Umhverfisvænt og ódýrt Gjafapappír er kannski ekki dýr, en safnast þegar saman kem- ur. Kjörið er að nota það sem til fellur á heimilinu eins og dag- blöð og auglýsingabæklinga sem hrúgast inn um lúguna. Sumir geyma einnig pappír eða gjafaöskjur utan af eigin gjöfum og nota að ári. Þá má vel nota afganga af garni eða tína köngla til að skreyta gjafirnar með. Þarna má spara svolítinn aur, auk þess sem endurvinnslan kemur sér vel fyrir náttúruna. Ansi margir vakna við vondan draum þegar Visa- reikningurinn dettur í hús eftir jól. Eyðslupúkinn gerir nefnilega gjarnan vart við sig á aðventunni. Svona þarf þetta þó alls ekki að vera, enda má yf- irleitt vel draga úr útgjöldunum án þess að það komi niður á jólastemningunni. Hér að neðan eru nokkur ráð sem auðvelt er að tileinka sér. Ellen Ragnarsdóttir | ellen@mbl.is Ekki fara á hausinn um jólin Gjafalaus jól Þeir allra hörðustu kjósa hugsanlega að tileinka sér gjafalaus jól og sleppa hreinlega öllu pakkastandi og gjafakaupum. Ekki spandera í skraut Jólaskraut er rándýrt, það má því bæði notast við gamla góða skrautið í stað þess að fjár- festa í glænýju prjáli eftir nýjustu tísku- straumum. Einnig má gera góð kaup á nytja- mörkuðum og útsölum eftir jól. Þá er sniðugra að kaupa frekar vandað skraut, sem endist, í stað þess að eyða í muni sem lenda líklegast í ruslinu eftir jól. Jólakötturinn er löngu dauður Það er alger óþarfi að kaupa nýtt jóladress á hverju ári. Bæði er gáfulegra, hagstæðara fyrir pyngjuna og betra fyrir jörðina að notast við það sem finna má í skápnum. Ef krakkana vantar ný föt er gott að fjárfesta í fötum sem þau geta notað Getty Images Falleg og ódýr jólaföt má til dæm- is fá á ýms- um sölusíð- um á netinu. Getty Images Það er óþarfi að fara á hausinn um jólin. Jólaskraut þarf ekki að vera dýrt, til dæmis má nota greni úr garðinum. Getty Images Heimatilbúið konfekt er gjöf sem gleður. Prjónaðar flík- ur eru góð gjöf sem gleður. Getty Images Getty Images 4 Jólablað Morgunblaðsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.