Morgunblaðið - 01.12.2017, Page 10

Morgunblaðið - 01.12.2017, Page 10
Á Þorláksmessu árið 2009 rölti GuðrúnMaría kasólétt um bæinn, búin að skipu-leggja aðfangadagskvöld með fjölskyldusinni og Páli Þór manni sínum. Planiðbreyttist hins vegar þegar Guðrún Maríamissti vatnið á aðfangadagsmorgun. Guð- rún María og Páll Þór bjuggust reyndar alveg eins við því að stúlkan léti sjá sig á jólunum enda átti hún að fæðast 13. desember. „Ég var oft búin að gera grín að því á meðgöng- unni að hún kæmi á jólunum. Pabbi er náttúrulega jólabarn líka, hann fæddist á jóladag nokkrum mínútum eftir mið- nætti,“ segir Guðrún María. Það er eins og það hafi verið skrifað í stjörnurnar að Dag- björt Hanna ætti að koma í heiminn á jólunum enda komið langt fram yfir settan dag og búið að bjóða móður hennar í gangsetningu rétt fyrir jól sem hún afþakkaði. „Ég vildi leyfa mér að klára þessa daga sem má fara framyfir,“ sagði Guðrún María sem átti tíma í gangsetningu eftir jól. „Ég átti hana á Landspítalanum, það var rosalega róleg stemning. Það var skreytt með jólaskrauti og boðið upp á jólamat. Ég held að það hafi verið hamborg- arhryggur eða eitthvað svoleiðis,“ segir Guðrún María sem hafði ekki mikinn tíma til að borða kvöldmat þar sem Dag- björt Hanna fæddist korter yfir sjö um kvöldið. Móðir Guðrúnar Maríu kom þó með afganga fyrir nýbökuðu foreldrana seinna um kvöldið. „Við gerum oft grín að því að við séum alveg svakalega trúuð,“ segir Guðrún María og hlær en yngri dóttir þeirra hjóna, María Bjarney fæddist á páskadag fyrir rúmum tveimur árum. Guðrún María hefur því upplifað að eiga barn bæði um jól og páska og mælir eindregið með því að eiga barn á jólunum. „Það var miklu rólegri stemning á aðfangadag. Það var alveg mun meira að gera í apríl þegar ég átti seinni stelpuna og við þurftum að bíða eftir því að læknir gæti komi til þess útskrifa hana og eitthvað svona. Það var einhvern veginn ekkert svoleiðis með hina. Ég fékk ljósmóður til þess að sitja hjá mér klukkutímum saman til þess að ræða við mig um brjóstagjöf þannig þjónustan var í rauninni miklu betri á aðfangadag af því ljósmæðurnar höfðu svo góðan tíma.“ „Það er ekkert sem toppar þessi jól og örugglega ekkert sem mun geta það bæði hjá okkur foreldrunum og ömm- unum og öfunum og öllum,“ segir Guðrún María um þessi óvenjulegu jól. Í dag passa þau vel upp á að afmæli Dag- bjartar Hönnu týnist ekki í öllum jólaæsingnum. Oft halda þau fjölskylduafmæli milli jóla og nýárs og vinaafmæli fyrir jól. „Foreldrum finnst það bara geggjað að fá að skila barninu af sér í nokkra tíma rétt fyrir jól og fá tvo tíma í friði til að versla og svona,“ segir Guðrún María og segir Dagbjörtu Hönnu jafnvel fá fleiri afmælisgjafir en aðrir. Alls staðar þar sem hún kemur yfir jólin fær hún afmælispakka, meira segja frá fólki sem er ekki boðið í afmæli til hennar. Dagbjört er mikið jólabarn og segir móðir hennar að henni finnist eins og allir séu að halda upp á afmælið sitt á jólunum. „Hún byrjar að tala um hvernig hún ætlar að hafa afmælið sitt í september og hvenær hún getur byrjað að skreyta fyrir jólin og hvort það sé nú ekki að fara koma vet- ur. Þegar snjórinn kom í nóvember langaði hana að fara skreyta og rífa upp jólatréð,“ segir Guðrún María um litla jólabarnið sitt. Ekkert sem toppar það að fá barn í jólagjöf Morgunblaðið/Eggert Guðrún María og Páll Þór eignuðust þær Dagbjörtu Hönnu á aðfangadag og Maríu Bjarney á páskadag. Á meðan flestir landsmenn sátu við matarborðið og gæddu sér á jólasteikinni jólin 2009 buðu þau Guðrún María Magnúsdóttir og Páll Þór Vilhelmsson frumburð sinn, Dagbjörtu Hönnu, velkominn í heiminn. Stúlkan lét bíða eftir sér en móðir hennar mælir með því að eiga barn á aðfangadag. Guðrún Selma Sigurjónsdóttir | gudrunselma@mbl.is Dagbjört Hanna er mikið jólabarn. Dagbjört Hanna kom í heiminn korter yfir sjö á aðfangadags- kvöld. Dagbjört er mikið jólabarn og segir móðir hennar að henni finnist eins og allir séu að halda upp á af- mælið sitt á jólunum ❄ 10 Jólablað Morgunblaðsins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.