Morgunblaðið - 01.12.2017, Page 36

Morgunblaðið - 01.12.2017, Page 36
M ér finnst bara gott að breyta til.Mér fannst leiðinlegt að jólin værualltaf eins. Ég vildi hafa tilbreyt-ingu en fjölskylda mín, eins ogflestar aðr-ar, er vana- föst og vildi hafa þetta allt eins. Barnabörnin vildu bara borða hjá ömmu og ég vildi gefa þeim tæki- færi til að mynda sínar eigin jóla- hefðir. Og ég gerði það með því að stinga af,“ segir Nanna aðspurð hvort hún hafi hreinlega verið orðin hundleið á jólunum. „Í fyrra fór ég til Trieste og Fen- eyja, og þar áður var ég á Möltu og Madeira. Ég er ekki búin að upplýsa hvert ég fer í ár, ég geri það ekki fyrr en ég er farin út. Þá læt ég fólk giska á hvar ég er,“ bætir Nanna við. „Ég fer alltaf út að borða á aðfangadags- kvöld, og þegar ég kem á staðinn sem ég gisti á spila ég lagið „O helga natt“ með Jussi Björling og held jól í fimm mínútur. Svo er ég bara búin.“ Nanna segir að jólastressið sem landlægt er á Íslandi hafi átt sinn þátt í því að hún ákvað að breyta til, en henni þykir fólk gera of mikið úr jólunum. „Þau byrja allt of snemma og fólk leggur of mikla áherslu á þau. Það snýst allt um jólin og ef eitthvað er ekki eins og það var í fyrra þá er allt ónýtt. Mér leiðist slíkt mikið. En hinsvegar fannst mér jólin alltaf mjög skemmtileg, og finnst það enn í raun og veru,“ segir Nanna og bætir við að það megi þó ekki taka þannig að henni hafi liðið illa um jólin. En hvernig brást fjöl- skyldan við tíðindunum? „Alveg ljómandi vel. Eins og ég segi, þau sakna mín ekkert,“ segir Nanna og skellir upp úr. „Sonur minn sagðist hafa komist að því að ég væri ekki ómissandi þegar hann uppgötvaði að hann gat soðið sitt eigið jóla- hangikjöt.“ Nú er blaðamaður heldur betur búinn að koma sér í bobba, enda stoðar lítið að spyrja Nönnu hefðbundinna jólaspurninga eins og hvort hún haldi fast í einhverjar jólahefðir, eða hvort hún skreyti mikið á aðventunni. Hún kannast vel við það, enda hefur hún áður komið fjölmiðlafólki í opna skjöldu með viðhorfum sín- um til jólanna. „Fólk er alltaf spurt hvort það sé jólabörn og allir segja já. Ég man að ég var einu sinni spurð að því í útvarpsviðtali í beinni útsendingu hvort ég væri ekki jólabarn og ég sagði nei. Þetta kom útvarpskonunni svo á óvart að hún vissi ekki hvað átti að segja,“ segir Nanna og kímir. Hún segist jafnframt vera löngu hætt að skreyta heima hjá sér. En hvað borðar hún á jólunum? „Þegar ég var stödd í Trieste í fyrra borðaði ég til dæmis á hipstera-veitingastað og fékk sebrakjöt, villi- svín og kengúru. Það hefur ekki verið hefðbundinn jóla- matur á þessum stöðum sem ég hef farið á hingað til. Ég veit að margir eru mjög bundnir af hefðum, hjá mér hef- ur það þó aldrei verið þannig. Það er bara um að gera að láta ímyndunaraflið ráða,“ segir Nanna hress að lokum. Stingur af til útlanda fyrir jólin Matgæðingurinn Nanna Rögnvaldar er lítið jólabarn, en hún er hreinlega hætt að halda jól. Í stað þess að standa sveitt yfir pottum á aðfangadag hefur Nanna því brugðið á það ráð að flýja og dvelja í út- löndum yfir hátíðirnar. Ellen Ragnarsdóttir | ellen@mbl.is Nanna er ekki mikið jólabarn, og kýs að ferðast suður á bóginn yfir hátíðirnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ég man að ég var einu sinni spurð að því í útvarpsviðtali í beinni út- sendingu hvort ég væri ekki jóla- barn og ég sagði nei. Þetta kom útvarps- konunni svo á óvart að hún vissi ekki hvað átti að segja. ❄ Nanna sendi ný verið frá sér bók ina Pottur, panna og Nanna. 36 Jólablað Morgunblaðsins kollurinn/margir litir Ljós íslenskrar náttúru/Eldgos sjá nánar á fuzzy.is Hvað er fegurra en Ísland í margbreytilegri birtu. Hver glerkúpull hefur fyrirmynd úr íslenskri náttúru. Tímalaus íslensk hönnun eftir Sigurð Má Helgason fuzzy rúmast í litlum kassa ❄ SJÁ SÍÐU 38
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.