Morgunblaðið - 01.12.2017, Side 68

Morgunblaðið - 01.12.2017, Side 68
D ragtir eru áberandi í jólatískunni.Það er ekki verra fyrir uppteknarmömmur og jafnvel ömmur að klæð-ast þægilegum fötum á jólunum.Þegar verið er að gera og græja ernefnilega ekki verra að fötin séu svo- lítið meðfærileg. Þessi dragt kemur frá Mos Mosh og er eins og himnasending fyrir uppteknu mömmurnar. Um er að ræða svartan jakka með stroffi á ermunum og svolítið jogginglegar buxur við sem eru með bandi í mittið og stroffi að neðan. Íþróttalegar buxur með rönd í hlið- inni hafa þótt ansi móð- ins síðustu mánuði. Hér er um að ræða ein- falda útgáfu af þeim tískustraum. Það sem er sniðugt við þessi jólaföt er að eftir há- tíðahöldin má nota buxurnar við lekkera kasmír-peysu og jakkann við einhver allt önnur föt. Því erum við komin með mjög praktísk og smart jólaföt. Dragt- in fæst Hjá Hrafn- hildi. Jólaföt praktísku mömmunnar Reynir að vera alltaf í nýjum sokkum á jólunum S porty eða uppdressað; það er allt leyfilegt oggaman að blanda saman stílum. Metal-tónar eruallaf skemmtilegir fyrir hátíðirnar ásamt sterk-um litum. Ljósblár, bleikur, flöskugrænn, appels-ínugulur og rauður eru einnig áberandi,“ segirStefán. En hvað er að hans mati klassískt og gengur ár eftir ár? „Litli svarti kjóllinn er alltaf vinsæll fyrir jól, en persónu- legur stíll fer aldrei úr tísku og ættu allir að fylgja hjartanu frekar en trendum.“ Stefán mælir þó með því að þeir sem eru ögn djarfari prufi að blanda saman ólíkum mynstrum og litum í jóladressinu. „Jól og áramót eru upplagður tími til að prufa sig áfram því þá taka flestir myndir af þér.“ Þegar Stefán er spurður hvort hann trúi á jólaköttinn og fjár- festi því alltaf í nýju dressi fyrir jólin segir hann svo ekki vera. Hann sé ekki heldur búinn að ákveða hverju hann klæðist í ár. „Ég trúi ekki bókstaflega á jólaköttinn en ég reyni þó að vera í nýjum sokkum um jól. Ég er ekki búinn að ákveða í hverju ég ætla að vera en ég verð allavega í mjög þægilegum fötum.“ En hvert skyldi eftirminnilegasta jóladressið vera? „Ég hef ekki átt jóladress síðan ég var barn, en þá saumaði mamma oftast á mig föt og það þykir mér vænt um,“ segir Stef- án. Aðspurður hvort hann hafi einhvern tímann gerst sekur um tískuslys á jólunum segist hann hreint ekki trúa á tískuslys. En hvað með ljótar jólapeysur og kósí náttföt, er slíkur klæðnaður boðlegur á jólunum að mati Stefáns? „Að sjálfsögðu er það boðlegt ef jólaskapið fylgir með og þér líður vel.“ Stefán Svan er með puttann á púlsinum þegar tíska er annars vegar, en hann rekur verslunina Stefánsbúð/p3 sem nýlega flutti á Ingólfsstræti. Þar geta fagurkerar fengið fallega hönnunarvöru ásamt notaðri merkjavöru. Stefán segir að allt sé leyfilegt fyrir þessi jól og metal-tónar séu alltaf skemmtilegir fyrir hátíðirnar. Ellen Ragnarsdóttir | ellen@mbl.is Allar konur ættu að eiga einn lít- inn, svartan kjól. Þessi er frá Elizabeth and James og kostar 44.000 krónur á Net-A-Porter. Morgunblaðið / Hari 68 Jólablað Morgunblaðsins Buxurnar kosta 20.980 kr. og fást Hjá Hrafnhildi. Skyrtan kost- ar 17.980 kr. og fæst Hjá Hrafnhildi. Jakkinn kostar 27.980 kr. og fæst Hjá Hrafnhildi. Lakkskór með slaufu frá Zara. 6.990 kr. Lakkskór frá Zara. 4.990 kr. Jólatilboðsverð kr. 129.002,- Vitamix Pro 750 á sér engann jafningja. Nýtt útlit og nýir valmöguleikar. 5 prógrömm og hraðastillir sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk! Galdurinn við ferskt hráefni Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Metal-tónar koma jafnan sterkir inn fyrir hátíðirnar. Balmain-kjóll á 446.000 krónur er þó líklega of stór biti fyrir flesta. Fæst á Net-A-Porter. Stefán Svan er alltaf í glænýjum sokkum á jól- unum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.