Morgunblaðið - 01.12.2017, Side 108

Morgunblaðið - 01.12.2017, Side 108
Ert þú þessi umhverfivæna jólatýpa? Ef svo er þá er bara eitt í stöðunni og það er að reyna að endurnýta eins og hægt er. Til þess að vera sér- lega umhverfisvænn má al- veg endilega pakka jólagjöf- unum inn í Morgunblaðið. Það er að segja ef þú ert ennþá á þeim stað að gefa jólagjafir. Þykktin á pappírnum hentar vel en það þarf bara að passa að líma pakkann vel saman þegar pakkað er inn. Glært hefðbundið límband smell- passar inn í þennan gjörning. Þegar búið er að pakka pakkanum inn í Morgunblaðið er fallegt að setja slaufu utan um pakkann. Ef þú átt ekki safn af gömlum borðum sem þú getur endurnýtt þá fást ódýrir og góðir borðar í Sö- strene Grene. Þessi þykki svarti smellpassar svona líka fínt við pappírinn sjálfan. martamaria@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Umhverfisvæna jólatýpan Sparaðu og pakkaðu jóla- gjöfunum inn í Morgunblaðið. Pakkarnir sem pakkaðir eru inn í Morgunblaðið verða svo fal- legir og fínir ef þeir eru skreyttir með flottum borðum. 108 Jólablað Morgunblaðsins F yrsti jólasnjórinn kemur mér íjólaskap. Ef hann kemur í sept-ember þá er eins gott að haldaaftur af sér en „It is beginning tolook a lot like Christmas“ ferbara ósjálfrátt að spilast í koll- inum. Púrtvínstár á aðventunni er einfaldlega jól í glasi og piparkökur með gráðaosti með … namminamm, segir Ólöf aðspurð hvað komi henni í jólaskap. Ólöf er alin upp á Akureyri og segir að þar sé laufabrauðshefðin rík. „Mínar kærustu æskuminningar eru frá því að stórfjölskyldan kom saman og skar út laufa- brauðskökur sennilega í hundraða tali. Amma stóð í eldhúsinu og flatti út sitt eigið deig, eitt- hvað sem ég hef aldrei prófað af því að mér þyk- ir alveg nóg að skera út og metnaðurinn hjá fjöl- skyldunni er alveg á þeim stað að fæstir nota hjól til að skera munstrið. Síðan má segja að við komumst í almennilegt jólaskap þegar við höf- um fengið nánustu fjölskyldu og vini í afmæl- iskaffi af því að tvíburarnir okkar eiga afmæli 19. desember. Við höfum því oft náð fólki í súpu og köku beint úr jólainnkaupum og þá erum við oftast búin að skreyta húsið og jólastemningin í algleymingi,“ segir hún. Hvenær hefst jólaundirbúningur hjá þér? „Oftast fyrstu helgina í aðventu. Þá er kveikt á útiseríum, kransinn settur á útidyrnar og jóla- tónlistin fær að læðast á fóninn inn á milli. Síðan fer það nú alveg eftir því hvað er í gangi hverju sinni hvað ég næ að gera af því sem skiptir mig máli. Eitt af því sem mér þykir dýrmætt að finna tíma til að gera eru heimalagaðar mat- argjafir. Það er gaman að færa góðum vinkon- um gjafir af þessu tagi korter fyrir jól. Þar hef- ur verið að finna allt frá smákökum, súkkulaðiplötum með einhverju gúmmelaði of- an á, heimalöguðum vanilludropum, jólalíkjör og íssósu svo eitthvað sé nefnt. En í rauninni er ekkert sem segir að maður þurfi að standa á haus í einhverju föndri, gott súrdeigsbrauð með rauðri jólaslaufu er ljómandi flott gjöf.“ Hvað ertu með í jólamatinn? „Þegar við hjónin héldum okkar fyrstu jól með litlu tvíbbana okkar ákváðum við að vera með eitthvað sem hvorugt okkar hefði alist upp við og varð hreindýr fyrir valinu. Það er í dag al- gjört jólajóla.“ Hvað er best við jólin? „Samveran með nánustu ættingjum, allur góði maturinn og jólakortin. Já blessuð jóla- kortin sem eru dálítið hverfandi hefð en sú heil- aga stund þegar kortin eru opnuð er engu lík. Annaðhvort seint á aðfangadagskvöld eða í kyrrðinni á jóladagsmorgun. Þá finn ég ein- hverja tengingu við ættingja og vini og hug- urinn reikar aftur í tíma og minningarnar streyma fram. Mig langar helst að fara að hringja í alla og spjalla meira um leið og ég er búin að lesa kortin,“ segir hún. Aðspurð hvað er ómissandi um jólin nefnir Ólöf heimagert rauðkál. „Ég hef oft hamast við að laga það á síðustu stundu af því mér þykir það einfaldlega svo gott. Komst hins vegar að því fyrir nokkrum árum þegar fjölskyldan dvaldi erlendis yfir jólahátíð- ina að enginn saknaði þess – ég í alvörunni hélt að ég væri búin að skapa hefð og að einhver segði að nú væru ekki alvörujól af því að heima- lagaða rauðkálið hennar mömmu væri ekki með! Nei nei, enginn minntist á það … en ég geri það nú ennþá bara fyrir mig,“ segir hún og hlær. Ólöf hefur tvívegis lent í því að dvelja á sjúkrahúsi um jólin og segir hún að það sé afar sérstök upplifun. „Í seinna skiptið var ég með nýfædda tví- burana á fæðingardeildinni og fékk að skreppa heim til tengdafjölskyldunnar í jólamatinn en þurfti að skilja krílin eftir. Það var mjög sérstök upplifun og eins og mér þótti gott að komast heim í jólamatinn var svo gott að komast aftur til barnanna á spítalann um kvöldið. Þetta var mjög sérstakt og mér verður oft hugsað til þeirra sem þurfa að dvelja að heiman yfir hátíð- arnar vegna veikinda. Tilveran er svo sann- arlega önnur á svoleiðis tímum,“ segir hún. Jólakortin skipa sér- stakan stað í hjartanu Ólöf Birna Garðarsdóttir, grafískur hönnuður og annar stofnenda Reykjavík Letterpress, elskar jólakort og heimagert rauðkál. Það kom henni mikið á óvart ein jólin þegar fjölskyldan dvaldi erlendis að enginn minntist á heimagerða rauðkálið sem ekki var í boði. Marta María | martamaria@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Ólöf Birna Garðarsdóttir elskar heima- gert rauðkál um jólin. Gítarinn ehf Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • S: 552-2125 gitarinn@gitarinn.is • www.gitarinn.is Rafmagnsgítar Kassagítar Rafmagnsbassi KassabassiKlassískur gítar HeyrnartólÞráðlaus míkrafónn Míkrafónar í úrvali Ukulele Söngkerfi Rafmagnsfiðla Hljómborð í úrvali Gítarpakki Listaverð: 33.900,- Okkar verð: 23.900,- Gítar, poki, ól, stillitæki, auka strengjasett og kennsluforrit. Kajun tromma Jólagjafir í úrvali
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.