Morgunblaðið - 01.12.2017, Side 110

Morgunblaðið - 01.12.2017, Side 110
V ið höfum lengiverið að gæla viðþað að prufa eitt-hvað nýtt um jól-in, jafnvel ferðastog vera tvö yfir hátíðirnar. Fjölskylduna mína lang- aði að koma til Barcelona um jólin og vera með okkur og mér og kær- astanum mínum fannst það frábær hugmynd og góður millivegur,“ segir Marta, sem hingað til hefur alltaf haldið jólin heima á klak- anum. „Við höfum aldrei haldið jólin annars staðar en á Íslandi og ein- ungis einu sinn saman. Þetta verða því spennandi, skemmtileg og öðru- vísi jól fjarri gömlu hefðunum.“ Marta segir að hátíðlegt sé um að litast í Barcelona í desember og mikil jólastemning. Það hafi því ekki verið erfið ákvörðun að halda upp á jólin þar ytra. „Barcelona er alveg ótrúlega jólaleg yfir hátíðirnar og það var í raun tilfinningin sem ég fékk í des- ember í fyrra sem fékk mig til að vilja prufa að eyða jólunum hérna. Allar göturnar í miðbænum eru mismunandi skreyttar með alls konar ljósum og seríum. Það er alls staðar verið að grilla hnetur, jóla- markaðir hér og þar og almennt mikil jólastemning. Það getur verið kalt í desember en það er ekkert sem hlý kápa og trefill geta ekki bjargað. Kuldinn er hins vegar jólalegur og satt best að segja tengi ég betur við jólin í smá kulda.“ En hvernig skyldu heimamenn halda jólin, eru þeir jafn jólaóðir og Íslendingar? „Jólahefðirnar í Katalóníu eru töluvert frábrugðnar því sem við eigum að venjast. Eins furðulegt og fólkinu hér finnst að það séu 13 stríðnir jólasveinar á Ís- landi, þá finnst mér þeirra hefð enn furðulegri. Hinn 8. desember stilla þau upp trjádrumbi með áteiknuðu andliti í stofunni, sem þau hugsa um. Þau leggja teppi yfir hann til að halda á honum hita og gefa hon- um nammi að borða. Þessi trjá- drumbur kúkar svo jólagjöfunum á aðfangadagskvöld eða jóladags- morgun þegar krakkarnir berja hann með priki. Þetta er kallað „caga tíó“ og svo er annað áhuga- vert jólaskraut, svokallaður „cag- aner“ sem eru hinar ýmsu fígúrur að kúka. Hinn 6. janúar eru vitring- arnir þrír svo kvaddir og í hefð- bundnu jólahaldi voru stærri gjaf- irnar gefnar þá,“ segir Marta og bætir við að jólakrásirnar séu einn- ig töluvert frábrugðnar þeim sem Íslendingar eiga að venjast. „Á aðfangadagskvöldi og í hádegi jóladags er til dæmis algengt að bjóða upp á nokkurs konar pasta- og kjötsúpu, eða „sopa de galets“, ofnbakaðan kjúkling „catalan style“ sem nefnist „rostit amb pinyons og núggat þykir mjög týpískur eft- irréttur. Hinn 26. desember eru svo allir afgangar nýttir í fyllingu fyrir canneloni, svona svipað og margir Íslendingar gera með tartalettur. Yfir hátíðirnar drekka Katalónar einnig mikið af cava sem er spánskt freyðivín.“ Marta segir að jólin í ár muni klárlega litast af því að vera haldin erlendis og að ekki verði haldið fast í allar gömlu, íslensku hefðirnar. „Planið er að hafa jólabröns heima á aðfangadag og fara síðan á góðan veitingastað um kvöldið. Þessi jól verða því frábrugðin fyrri jólum, þar sem maður finnur ilminn af rjúpunni og villibráðinni sem yrði á boðstólum. Svo verður þessi heilagi tími þar sem pakkarnir und- ir trénu eru opnaðir einnig öðruvísi. Þrátt fyrir það erum við ótrúlega spennt og ef til vill munu ein- hverjar nýjar hefðir bætast við þær gömlu,“ segir Marta. „Það er vonandi að eftir þessi jól geti ég mælt með því fyrir alla að prufa að brjótast aðeins frá hefð- unum og reyna eitthvað nýtt um jólin. Auðvitað óska ég svo öllum landsmönnum góðra, gæfuríkra og hvítra jóla.“ Trjádrumbur sem kúkar jólagjöfum skrýtin hefð Marta Rún Ársælsdóttir og sambýlismaður hennar, Arnór Eyvar Ólafsson, fluttust til Barcelona þegar honum bauðst gott starf þar ytra. Marta hafði þá skráð sig í fjarnám í miðlun og almannatengslum við Háskólann á Bifröst, en auk þess að stunda nám skrifar Marta fyrir vefsíðuna Femme.is. Skötuhjúin munu halda sín fyrstu jól í Barcelona í ár, og ætlar fjölskylda Mörtu að dvelja hjá þeim yfir hátíðirnar. Ellen Ragnarsdóttir | ellen@mbl.is Stytturnar má fá í ýms- um útfærsl- um. Hér má sjá Donald Trump hægja sér. Það er fátt jólalegra en trjádrumbur sem kúkar jólagjöfum. Margir heima- menn kjósa að skreyta með fígúrum sem eru að hafa hægðir. Getty Images Marta og fjöl- skylda hennar ætla að halda upp á jólin í Barcelona. 110 Jólablað Morgunblaðsins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.