Morgunblaðið - 01.12.2017, Side 116

Morgunblaðið - 01.12.2017, Side 116
Margrét Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans í Reykjavík, er með ráð undir rifi hverju. Hún mælir með því að fólk byrji tímanlega að huga að jóla- hreingerningunni í stað þess að eyða aðventunni í stress og streitu. En hvernig ætti fólk, sem vill eiga streitufría aðventu, að haga þrifunum? Ellen Ragnarsdóttir | ellen@mbl.is F yrst og fremst að byrja tímanlega. Það ertil dæmis mjög algengt að fólk taki niðurgardínur og þrífi glugga fyrir jólin. Þettamá gera í lok nóvember,“ segir Margrét,sem mælir með því að rúður séu þrifnar með edikblönduðu vatni og örtrefjaklút. „Og fólk verður bara að passa að þurrka vel með þurri ört- refjatusku á eftir svo það komi ekki neinir taumar. Þegar þetta er tilbúið er stór hluti búinn.“ Margrét mælir einnig með því að strjúka af ryk- föllnum gólflistum ekki seinna en viku fyrir jól. „Og ef þú ert með uppistandandi kristal eða einhverja skrautmuni þværðu þá og hefur glansandi. Svo er mjög gott, viku eða 10 dögum fyrir jól, að bera mubl- ubón eða húsgagnaáburð á póleruð húsgögn. Þetta er ekki það sama og tekkolía, en fólk þekkir oft ekki muninn á þessu tvennu. Húsgagnaáburður inniheldur vax og er til að bera á lakkaða muni. Ef tekkolía er hins vegar borin á lakkaða muni verður allt skýjað og ómögulegt. Fólk verður síðan að passa að þurrka mjög vel af með þurri tusku á eftir, hvort sem er yfir póleruð húsgögn eða tekk. Þegar búið er að þessu er síðan hægt að þurrka létt yfir fyrir aðfangadag. Þá er þetta tilbúið. Allt tekur þetta tíma og því betra að gera þetta tímanlega. Þá verður maður ekki ómögu- legur og þreyttur á síðustu stundu.“ Margrét segir máluð húsgögn í tísku um þessar mundir, en þrifum á þeim er öðruvísi háttað en á tekkmunum eða stíflökkuðum mublum. „Margar ungar stúlkur í netheimum eru að leið- beina fólki að nota edikblandað vatn á allt, og sumar nota líka spritt, sem er endemis þvæla. Maður þarf ekki að nota spritt nema til að sótthreinsa, en það getur líka leyst upp málningu þótt það sé blandað með vatni. Best er að vinda tusku upp úr mildu sápu- vatni, þurrka yfir og þurrka svo með þurrum klút á eftir. Örtrefjaklútar geta verið of grófir á svona fleti en gott er að nota bleiuklúta. Þeir hafa dugað vel hingað til og eru mjög góðir,“ bætir Margrét við. Gott að byrja tímanlega Margrét segir að gott sé að hefja jólahreingern- inguna um mánaðamót nóvember-desember. Þá sé hægt að þrífa eldhús og baðherbergi vel og vandlega, og þrífa svo létt þegar nær dregur jólum. „Þá getur maður skúrað út í öll hornin. Svo er gott að taka niður eldhúsgardínur, þvo utan af öllum skáp- um og gera eldhúsið fínt og huggulegt. Gott er að þrífa bakaraofninn vel og vandlega og þvo bæði gler í eldhúsinu og gardínurnar. Sumir setja líka upp jóla- gardínur. Það er svo skemmtilegt að geta síðan bara bakað og haft það huggulegt í hreinu eldhúsi fyrir jólin,“ segir Margrét. „Fyrir jólin þarf náttúrlega að skipta á rúmum, en ekki endilega á Þorláksmessu eða aðfangadag. Gott er að viðra rúmföt og sængur, henda þeim bara út á svalir eða á grind og leyfa þeim að viðrast þar í hörkugaddi. Þá kemur svo góð lykt af þeim. Síðan er gott að ryksuga dýnuna vel, en það skiptir máli að gera þetta tímalega fyrir jólin. Það má ekki skemma jólaboðin og jólahátíðina með því að vera svo úrvinda að maður standi ekki í lappirnar,“ segir Margrét, sem trúir því að maður eigi frekar að njóta jólanna en að drepa sig á stressi. „Jólin koma þótt það sé ekki allt í röð og reglu, þótt það sé nú skemmtilegra. Fólk getur auðveld- lega lent í því að það nær ekki að klára, en þá á það gera það þannig að það njóti þess. Þá bara fer mað- ur með kattaþvotti yfir allt saman. Jólatréð verður komið upp, pakkar undir því og það sér enginn hvort það hafi verið skúrað út í hornin eða ekki.“ Graflaxinn tilbúinn í september Margrét lumar ekki einungis á góðum þrifaráðum, því hún kann líka ýmislegt fyrir sér í eldhúsinu. Hún segir að þar sé hægt að spara mikinn tíma með góðum undirbúningi. „Maður getur til dæmis verið búinn að búa til ís- inn löngu fyrir jól og graflax þess vegna í sept- ember og geyma svo í frosti. Það er svo þægilegt. Ég geri hann alltaf tímanlega og tek hann síðan út þremur klukkutímum áður en ég ætla að skera hann. Þá er aðeins frost í honum og svo þægilegt að skera hann þunnt. Þeir sem ætla að vera með brún- aðar kartöflur, en vilja ekki forsoðnar, geta soðið þær og afhýtt um morguninn. Svo brúnað þær skömmu áður en matur er borinn á borð. Einnig má sjóða rauðkálið einum til tveimur dögum fyrir jól og hita síðan upp. Það er ekkert að því,“ segir Margrét að lokum. Margrét segir að jólin komi hvort sem búið sé að gera hreint eða ekki. „Jólin koma þótt það sé ekki allt í röð og reglu“ 116 Jólablað Morgunblaðsins Litla Jólabúðin Laugaveg 8, Rvk. S: 552 2412 Jólin byrja hjá okkur mikið úrval af fallegri gjafavöru Komdu í heimsókn Opið alla daga til jóla GJAFABRÉF Í TEIKNINGU, MÁLUN, KERAMIK. EITTHVAÐ FYRIR ÞINN EÐA ÞÍNA? HRINGBRAUT 121, 101 REYKJAVÍK - WWW.MIR.IS - S.551-1990 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.