Morgunblaðið - 01.12.2017, Side 120

Morgunblaðið - 01.12.2017, Side 120
„Ræktun kryddjurta er háð góðri birtu, hæfilegri vökvun og áburðargjöf. Í skamm- deginu og snemma á vorin er þörf fyrir rækt- unarljós til að plönturnar þrífist. Oftar en ekki fylgja eldhúsræktendur ekki eftir plöntunum með því að umpotta þeim í stærri potta, sem er nauðsynlegt því ræturnar vaxa líka og þurfa sitt pláss. Margir eru fullviljugir að vökva kryddið og aðaldánarorsök er yfirleitt að þeim er drekkt í vatni. En besta ráðið við að fylgjast með vökvuninni er að lyfta pott- inum þegar moldin efst í pottinum þornar og V insælustu námskeiðin míneru ræktun nytjajurta, hefkennt ræktun mat- ogkryddjurta í nærri áratug.Síðustu ár einnig ræktunætra blómplantna en það vita ekki allir að það er hægt að borða heil- mikið af sumarblómum og fjölærum garð- plöntum. Námskeiðin eru á Selfossi og svo er ég með eitt og eitt námskeið á höfuðborg- arsvæðinu. Í kennslugarðinum mínum á Sel- fossi er ég með upphækkaðan krydd- jurtakassa og stóran hrauk þar sem allt sem í honum vex er ætt og ég skottast þangað út frá vori fram á vetur og sæki mér matjurtir, krydd og blóm í pottrétti eða salatið,“ segir Auður. Aðspurð hvort svona námskeið séu fyrir þá sem eiga allt segir hún svo vera. „Þetta er tilvalin gjöf fyrir pör, vinahópa og einstaklinga. Dásamleg gjöf fyrir afa og ömmu, mömmu og pabba og frænkur og frændur og unga fólkið sem er að rækta krydd, tómata og chilipipar í stofuglugga. Ég fæ einstaklinga, hópa og heilu fjöl- skyldurnar á námskeið til mín og saman upplifa allir eitthvað nýtt því ég leik á tilfinningasviðin, bragð, sjón og hláturtaugina. Nemendurnir koma fyrst í heitt te og fá smábita með- an ég miðla upplýsingum um undraheim æta garðs- ins míns, matjurtanna eða kryddsins sem við getum ræktað hér á Íslandi. Síðan förum við út í gróðurhús í verklega hlutann og sáum fræjum, skiptum plöntum, tök- um græðlinga og hver og einn hef- ur með sér heim fullt af plöntum til að annast og rækta áfram. Á krydd- jurtanámskeiðinu hafa nemendur með sér nokkur yrki af piparmyntu, graslauk og sal- víu- og rósmaríngræðlingum í potti með plast- poka yfir og potta með fræjum af hinum og þessum kryddjurtum,“ segir Auður sem vill að nemendurnir læri að rækta á verklegan hátt frekar en að horfa eingöngu á myndir um hvernig eigi að gera hlutina. „Í lokin er svo leikið við bragðlaukana inni við. Ég býð upp á mjúka osta sem nemarnir dýfa í kryddskálar með þurrkuðu eða fersku kryddi og eða kryddolíum. Þeir spreyta sig á því að geta sér til um hvaða kryddi þeir eru að bragða á, finna muninn á þurrkuðu og fersku kryddi. Ég kenni þeim að rækta og að nýta sér uppskeruna, búa til kryddolíur, verka krydd til þurrkunar og í súputeninga sem ég frysti með mismunandi kryddjurtum.“ Kryddnámskeiðið er þriggja tíma langt, og það er líka námskeiðið um ætu garðplöntunar en matjurtanámskeiðið er lengra, fimm tímar. Öll námskeiðin eru ítarleg og þeim fylgja fínar glósur sem nýtast nemunum þegar heim er komið. Auður tekur hámark 10 manns á nám- skeiðin á Selfossi. „Þegar það eru ekki fleiri í hóp kynnist fólk og samræður verða oft fjör- ugar í lok námskeiðsins. Ekkert endilega um það sem fjallað er um á því. Nemarnir slaka á og njóta samverunnar og gleyma sér. Ég laga bara meira te og nýt þess að verða með þakk- látu og glöðu fólki.“ Hvers vegna gengur fólki svona erfiðlega að rækta kryddjurtir heima hjá sér? ef potturinn er léttur þarf að vökva.“ Geta allir lært að rækta kryddjurtir? „Já það geta allir lært að rækta bæði krydd og aðrar jurtir sem hafa þolinmæði til að lesa sér til og/eða prófa sig áfram. Það eru nokkur grundvallaratriði sem þarf að hafa í huga. Eins og með allt annað: Sumir baka alltaf vondar kökur og það er oftar en ekki vegna þess að þeir fara ekki eftir uppskrift, það sama á við um ræktun. Ef þú sinnir ekki þörf- um plöntunnar þá bara drepst hún.“ Hvað gefur kryddjurtarækt þér? „Lífsgæði, betri mat og óvæntar uppá- komur. Ég er með ótal tegundir af kryddi í sýningargarðinum mínum á Selfossi og er allt- af að prófa eitthvað nýtt. Mér finnst dásamlegt að geta skotist út á táslunum frá vori og fram eftir hausti og skorið mér ferskt krydd beint í pottinn eða í salatið. Elska að krydda matinn og skreyta með fjólum, túlípönum og rósablöð- um. Finnst dásamlegt að uppgötva nýtt bragð og prófa mig áfram með það í matseld.“ Hvað með þig, ertu mikið jólabarn? „Ó já, ég er svo mikil samkvæmistútta að jólin eru himnasending. Ég er líka svo forvitin að ég er skæð með að káfa á pökkunum og hef verið frá því ég var barn. Ég og bróðir minn skiptumst á að standa á verði meðan við snert- um alla jólapakkana í æsku. Ættingjar mínir og vinir keppast við að snúa á mig með því að pakka gjöfunum í kassa og með alls konar aukahlutum til að villa um fyrir mér. En ég er ansi lunkin við að geta upp á hvað er í pökk- unum. Kannski er þetta svolítið barnalegt en jólin eru sá tími sem maður á að hlúa að barninu í sér.“ Hvað borðar þú um jólin? „Í æsku var lambahryggur á aðfangadag í Frumskógum í Hveragerði þar sem ég ólst upp og mér finnst lamakjöt alltaf dásamlegt. En á aðfangadag í dag þá prófum við Pallinn minn alls konar og gefum okkur tíma í að elda og njóta. Villibráð, hnetusteik, svínasteikur og nautakjöt og ein jólin dýrindis fiskur í hátíð- arbúningi. Svo svindla ég á öllu heilbrigðinu um jólin og á borðum er fullt af gúmmelaði. Ég er af rjómatertukynslóðinni og það eru ekki jól nema það séu borin á borð peruterta og rjúk- andi ekta súkkulaðidrykkur. Sólhildur, yngsta systir mín, leggur til perutertuna sem hún bakar eftir uppskrift frá móður minni, frú Geirlaugu. Ég elska að fá til mín mitt fólk og hitta ættingja, spila og éta á mig gat. Það eru jólin.“ Áttu einhverja dúndurjólauppskrift? „Ég bý til frekar skakkar og skældar kökur, því ég hef tilhneigingu til að breyta upp- skriftum. En piparkökuuppskriftin hennar mömmu klikkar aldrei, ég fer nákvæmlega eft- ir henni enda engin þörf á breytingum. Þau eru ótal piparkökuhúsin sem ég hef búið til fyrir jól, líklega er það smiðurinn í mér sem laðar þau fram. Ég hef búið til piparkökuhús sem var eftirmynd af æskuheimili mínu og alls konar og fer aldrei einföldustu leiðina. Ég er aldrei ein við piparkökubaksturinn, laða að mér krakka, bæði mín börn og annarra, því ég elska samverustundina og sköpunina sem stússinu fylgir. Svo er drukkið ekta súkkulaði og borðað bakkelsi við kertaljós meðan húsið og piparkökufígúrurnar bakast.“ Piparkökur frú Geirlaugar 150 g sykur 250 g síróp 1 tsk. engifer 1 tsk. kanill ¼ tsk. pipar ¼ tsk. negull 1⁄3 tsk. kardimomur 2 tsk. matarsódi 1 egg 150 g smjörlíki 500-600 g hveiti. Sykur, síróp og krydd er soðið saman. Mat- arsóda blandað út í og hrært í þar til þétt ljós froða myndast, hellt yfir smjörlíki í skál og hrært í þar til það er bráðnað. Hveitið er sett á borð og kryddi og krydd- blöndunni hnoðað saman við ásamt egginu. Geymt í ísskáp yfir nótt. Flatt þunnt út og mótað í kökuhús eða myndir eða bara venju- legar kringlóttar smákökur. Sett á smurða plötu eða á bökunarpappír. Pensla má kökurnar með vatni rétt áður en þær eru bakaðar því þá fá þær á sig slétta áferð. Bakað við 175 gráðu hita í 10 til 12 mínútur. „Ég er svo mikil samkvæmistútta að jólin eru himnasending“ Hvern dreymir ekki um að rækta kryddjurtir með góðum árangri? Er það hægt yfir háveturinn? Auður Ottesen, eigandi tímaritsins Sum- arhússins og garðsins, lumar á jólagjöf fyrir þá sem eiga allt; nefni- lega námskeið í kryddjurtarækt. Marta María | martamaria@mbl.is Morgunblaðið/Jakob Fannar Hún segir að allir geti lært að rækta kryddjurtir. Auður er mikil stemnings- kona og elskar jólin. Kryddnámskeiðið er þriggja tíma langt, og það er líka námskeiðið um ætu garð- plöntunar en matjurtanámskeiðið er lengra, fimmt tímar ❄ 120 Jólablað Morgunblaðsins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.