Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 4
3
Rauður litur þessa þriðja og síðasta heftis ársins 2017 gefur tóninn fyrir
þema þess, byltingu, en tilefnið er eitthundrað ára afmæli rússnesku
byltingarinnar. Í þemahluta heftisins kennir ýmissa grasa eins og fram
kemur í inngangi Jóns Ólafssonar, þemaritstjóra, en hann fjallar m.a. um
hvað gerðist fyrstu dagana eftir 7. nóvember 1917 og hvernig frásögn-
in af atburðum byltingarinnar mótaðist árin á eftir. Alls skrifa sjö höf-
undar greinar af ólíkum toga og eru fjórar þeirra ritrýndar, greinarnar
eftir Jóhann Pál Árnason, Ragnheiði Kristjánsdóttur, Sverri Jakobsson
og Rósu Magnúsdóttur. Í heftinu er líka birt lítið brot úr óútgefnu verki
Kjartans Ólafssonar, grein Guðmundar Odds Magnússonar um myndmál
og upphafsmenn myndlistarkennslu og þýðingar Árna Bergmann á broti
úr tveimur skáldsögum, auk greinar hans um höfunda verkanna.
Í Ritinu birtast að þessu sinni einnig tvær greinar utan þema, báðar á
sviði bókmenntafræði þó ólíkar séu. Í grein sinni Vítt um heima: Merking,
veruleiki og skáldskapur fjallar Bergljót Kristjánsdóttir á nýstárlegan hátt um
þessi viðfangsefni bókmenntafræðinnar, merkingu, veruleika og skáldskap
en einnig um hugmyndir um skáldaða heima og kenningar um hugsanlega
heima og textaheima. Grein Bergljótar dregur á markvissan hátt saman
mikilvægar áherslur þegar ræða á tengsl skáldskapar og raunveruleika. Hér
er fjallað um þá skörun sem verður á milli þessara heima og raunheima við
lestur en um þetta hefur lítið verið fjallað á íslensku til þessa.
Í greininni Tunglið, tunglið taktu mig skoðar Björn Þór Vilhjálmsson
Silfurtúngl Halldórs Laxness í nýju ljósi. Greinarhöfundur telur að leik-
ritið feli í sér víðtæka gagnrýni, mun víðtækari en áður hefur verið talið
og túlkar hann því leikritið í talsvert stærra samhengi en gert hefur verið
hingað til. Greining Björns byggir á samfélagsþróun og kynjaumræðu og
Inngangur ritstjóra
Ritið 3/2017, bls. 3–4