Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 6
5
Ritið 3/2017, bls. 5–15
Jón Ólafsson
Rússneska byltingin fyrr og síðar
Inngangur að þema
I
Það var ekki mikið um að vera í Moskvu, 7. nóvember árið 2017. Borgin
var ekki skreytt risavöxnum andlitsmyndum byltingarleiðtoga, það blöktu
ekki rauðir fánar við hún um alla borg og það var ekki frídagur heldur.
Nei, eitthundrað ára afmæli byltingarinnar bar upp á ósköp venjulegan
þriðjudag í Moskvu.
Það var ekki mikið um að vera í Moskvu þennan dag fyrir hundrað árum
heldur og raunar var ekki stór munur á dögum um þetta leyti í þáverandi
höfuðborg Rússlands Petrograd eða öðrum borgum hins fallna heims-
veldis. Lífið einkenndist af vaxandi upplausn á flestum sviðum þjóðlífsins.
Breytingin sem varð að kvöldi þessa dags og nóttina eftir var ekki þess
eðlis að það hefði bein eða tafarlaus áhrif á stemmninguna á götunum:
Bolsévíkar höfðu vissulega tekið völdin, ráðherrar bráðabirgðstjórnarinnar
sem ekki höfðu komið sér í burtu verið teknir höndum, og Lenín leiddi nú
nýja ríkisstjórn, en hvað þýddi það og hver var Lenín?
Ástandið í Rússlandi er daglegt umfjöllunarefni helstu fjölmiðla á
Vesturlöndum, þá ekki síður en nú. Fréttaritarar stórblaða á borð við The
New York Times fylgjast með eftir því sem það er hægt í óreiðukenndri
framvindunni. Áttunda nóvember er greint frá því að daginn áður hafi
bolsévíkar tekið á sitt vald ýmsar lykilstofnanir í Petrograd – og leiðtogi
Bráðbirgðastjórnarinnar Alexander Kerenskí er spurður hvort hann ætli
virkilega að láta marga þekkta bolsévíka – sem nýlega hafi verið látnir
lausir úr fangavist – fara sínu fram óáreitta. Fimmta nóvember hafði Leon
Trotskí komið á fót „Byltingarhernefnd“ sem tafarlaust krafðist þess að her-
deildir sem staðsettar voru í borginni og í kringum hana hlýddu einungis
skipunum þess – blaðamaður stórblaðsins segir þessa ráðstöfun bera vott um
snilli Trotskís, sem skilji að það séu margar leiðir til að taka völdin.1
1 „Bolsheviki seize state buildings defying Kerensky“ The New York Times, 8. nóvem-
ber 1917, bls. 1, 12.