Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Síða 7
6
JÓn Ólafsson
Trotskí er sá úr hópi bolsévíka sem hefur formlegt embætti þessa daga
– hann var jú í forsæti ráðaþingsins og stýrði framkvæmdanefnd þess. The
New York Times sér hann sem hinn virka leiðtoga byltingarinnar. Níunda
nóvember birtir blaðið stóra grein um Trotskí og bendir á að hann hafi
nokkrum mánuðum fyrr búið í Bronx hverfinu í New York.2 Þótt þar komi
fram að Lenín sé hinn raunverulegi leiðtogi byltingarinnar er mikið gert
úr hlut Trotskís, enda er það hann sem í forsæti Ráðaþingsins – viðtakanda
valdanna þegar bráðabirgðastjórnin er fallin – segir hin frægu orð: „Við þá
sem gengu héðan út og þá sem leggja slíkt til verðum við að segja þetta:
Þið eruð eymdin sjálf, málstaður ykkar er gjaldþrota, hlutverki ykkar lokið.
Farið nú á þann stað sem héðan af tilheyrir ykkur: Ruslahaug sögunnar.“3
Fáir trúa því að bolshevíkar – sem oft eru kallaðir maximalistar á þess-
um tíma – muni halda völdum til lengdar. Mörgum dettur í hug að valda-
taka þeirra muni greiða götu íhaldsafla sem hafi hug á að endurreisa keis-
aradæmi eða koma á herforingjastjórn. The New York Times hefur eftir
hverjum á fætur öðrum þá almennu niðurstöðu að bolsévíkar geti ekki
unnið þennan slag. Þeir séu of mikill jaðarhópur, stuðningur við þá of
takmarkaður, áhugi almennings á þeim lítill og óvinsældir leiðtoganna,
Leníns og Trotskís, miklar.4
Fjórum dögum síðar liggur allt ljóst fyrir – enginn vafi leikur lengur
á því að maximalistunum í Petrograd verði steypt, segir í The New York
Times tólfta nóvember. Spurningin er bara hvort herforinginn Kornilov
eða leiðtogi Bráðabirgðastjórnarinnar Kerenskí, muni leiða næstu stjórn.
Í lok fréttarinnar segir að skóframleiðendur hafi samþykkt að afgreiða
pöntun á 2 milljónum para af skóm sem eigi að fara á Rússlandsmarkað,
svo vissir séu menn um að þar verði áfram stjórnvöld sem virði gerða
samninga.5
Fréttirnar af byltingunni árið 1917 og dagleg umfjöllun blaða á
Vesturlöndum eru tilraun til að lýsa atburðarás jafnóðum og að mestu leyti
lausar við þá túlkun atburðanna sem síðar kemur. Orðið kommúnismi sést
ekki. Nokkrir leiðtogar byltingarinnar koma við sögu: Lenín og Trotskí,
Kamenev og Zinovjev, Kollontaj, Stalín – þetta eru fulltrúar Bolsévíka frá
2 „Trotzsky in Exile lived in Bronx“ The New York Times, 9. nóvember 1917, bls. 2.
3 1917 Revoljutsía prjamoj efír. Vefur um byltingarárið. Sótt 10. desember 2017,
https://project1917.ru/october/posts/08.11.17.
4 „Hope strong man will rule Russia“ The New York Times, 9. nóvember 1917, bls.
3.
5 „Optimism in Washington“ The New York Times, 12. nóvember 1917, bls. 1.