Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 11
10
JÓn Ólafsson
málaþróun sem greina má um alla Evrópu á sama tíma, og hins vegar að
róttæk vinstrihreyfing á Íslandi er komin í beint samband við höfuðstöðvar
byltingaraflanna í Moskvu.
Í sagnfræðilegum umræðum um íslenskan kommúnisma hefur sam-
bandið við Moskvu verið áberandi deiluefni. Í þeim má segja að hin íhalds-
sama söguskoðun birtist í hugmyndinni um fjarstýringu þar sem róttæk
hreyfing á Íslandi er talin lúta beinni stýringu frá Alþjóðasambandi komm-
únista, Komintern, og skorta í raun sjálfstæðan vilja og markmið. Því er
svo jafnvel haldið fram að Miðstjórn Kommúnistaflokks Sovétríkjanna hafi
tekið við þegar Komintern hvarf og stýrt íslenskri sósíalistahreyfingu fram
yfir miðja öld.10 Þannig er hugmyndinni um djúpar rætur byltingarinnar
í raun hafnað, en bolsévíkum lýst sem harðsnúinni og skilvirkri hreyfingu
sem með þaulhugsuðum áætlunum og skipulagi nær að festa sig í sessi og
tryggja völd sín. Fyrst hneppi þeir þjóðir Rússneska heimsveldisins í ánauð
og síðar fleiri þjóðir í Austur-Evrópu. Henni hafi ekki lokið fyrr en ríkið
hrundi árið 1991.
Þessi söguskoðun einkenndi að hluta hina andkommúnisku sýn á
Sovétríkin á kaldastríðsárunum, en hún á enn þann dag í dag furðu miklu
fylgi að fagna, meðal eldri kynslóðar sagnfræðinga sem eru mótaðir af
deilum þess tíma. Sú skoðun er þó orðin ríkjandi að samspil byltingarinnar
og sovésks kommúnisma við samfélög, stjórnmálahreyfingar og verka-
lýðsbaráttu annarsstaðar í heiminum sé flóknara en svo að mikið gagn sé í
stýringarhugmyndinni.
Grein Ragnheiðar lýsir þannig meðbyr og andstöðu við þá hugmynda-
strauma sem voru fluttir inn hingað til Íslands í kjölfar Rússnesku bylting-
arinnar. Hún skýrir hvernig þessir straumar höfðuðu til fólks á ólíkan hátt
og gerðu því mögulegt að öðlast nýja sýn á aðstæður sínar og leiðir til að
bæta kjör sín og berjast fyrir sjálfsögðum réttindum. Þó að þessir straumar
kölluðu fram umræður um íslenska byltingu og með hvaða hætti valdataka
verkalýðsins gæti farið fram og sumir atburðir hér á landi á borð við Hvíta
stríðið eða Gúttóslaginn hafi skotið mönnum skelk í bringu, tók íslensk-
ur kommúnismi fljótt dálítið aðra stefnu. Það verður snemma ljóst að sá
sérstaki sambræðingur sem best virkaði á Íslandi, var við íslenska þjóð-
erniskennd. Strax á þriðja áratugnum sjást merki þess að helstu leiðtog-
10 Þessi skilningur á íslenskri vinstrihreyfingu kemur ágætlega fram í Þór Whitehead,
Sovét-Ísland óskalandið. Aðdragandi byltingar sem aldrei varð 1921–1946 (Reykjavík:
Ugla, 2010) og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Íslenskir kommúnistar 1918-1998
(Reykjavík: Almenna bókafélagið, 2011).