Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Side 12
11
ar kommúnista átti sig á þessu og það er vissulega andi þjóðernisbaráttu
sem tryggir íslenskum sósíalistum breiða skírskotun í íslensku samfélagi á
kaldastríðsárunum.
Á undanförnum áratugum hefur talsvert verið fjallað um komm-
únistahreyfinguna sem menningarafkima – það er að segja um lífsstíl og
hversdagsviðhorf þeirra sem hreyfingunni tilheyrðu. Rit Mortens Thing,
Kommunismens Kultur er ein heilsteyptasta úttekt á þessari hlið komm-
únismans á Norðurlöndum, en ævisögur og einstaklingsfrásagnir vekja
stöðugt meiri áhuga sagnfræðinga og annarra sem skrifa um kommún-
ismann.11 Í slíkri vendingu birtist þó ekkert afturhvarf til hetjusögunnar,
heldur fyrst og fremst viðurkenning á þeirri staðreynd að kommúnista- og
sósíalistahreyfingin var um margt alveg sér á parti.12 Þetta kemur ekki síst
fram í þeirri skoðun að hugsjónin sem hreyfingin stæði vörð um væri meira
en stjórnmálaskoðun – hún væri heildarhugmynd um mannlegt samfélag
og mannskilning. Þess vegna krafðist hún þess að félagar gaumgæfðu og
mótuðu allan lífsstíl í samræmi við hana. Hreyfingin gat þannig minnt á
sértrúarsöfnuð, en þetta þýddi líka að félagsleg samheldni var mikil, sam-
staða og samneyti, og mörg dæmi þess að fólk umgengist nær eingöngu
samherja úr hreyfingunni.
Í grein Rósu Magnúsdóttur er fjallað um einn anga af þeirri samstöðu
og hollustu sem einkenndi hreyfinguna og birtist í hátíðahöldum vegna
byltingarafmælisins, sjöunda nóvember. Slík hátíðahöld voru mikilvægur
hluti af félagsstarfi sósíalista, og í kringum byltingarafmælin sköpuðust líka
tækifæri fyrir einstaka félaga til Sovétferða, þar sem Sósíalistaflokkurinn
eða Menningarsamband Íslands og Ráðstjórnarríkjanna (MÍR) gátu sent
fulltrúa sína til að vera við Hátíðahöld á Rauða torginu.
Í Sovétríkjunum var mikil áhersla lögð á að viðhalda þeirri minningu
um byltinguna sem mótuð hafði verið á þriðja áratugnum – og hún var
vissulega í stöðugri mótun, þótt megindrættir hennar væru meitlaðir í
stein. Hluti af henni voru hin þaulskipulögðu hátíðahöld á Rauða torginu
og í kringum þau var höfðað til kommúnista og Sovétvina um allan heim
að minnast byltingarinnar með þeim hætti sem átti við á hverjum stað.
Hér á Íslandi voru snemma baráttufundir á byltingarafmælinu, kaffisam-
sæti með ljóðalestri, söng og ræðuhöldum og dansleikir á eftir.
11 Morten Thing, Kommunismens kultur: DKP og de Intellektuelle 1918-1960 (Kaup-
mannahöfn: Tiderne skifter, 1993).
12 Sjá einnig Åsmund Egge og Svend Rybner (ritstj.) Red Star in the North. Communism
in the Nordic Countries (Oslo: Orkana forlag, 2015).
RúSSNESKA BYLTINGIN FYRR OG SÍðAR