Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 14
13
við þessar tvær hafa haft meiri áhrif á sýn almennings á einræðisstjórn
kommúnismans heldur en nokkur fræðirit í gegnum tíðina.
Kjartan Ólafsson var um áratuga skeið einn framámanna íslenskra sósíal-
ista. Hann leiddi Samtök hernámsandstæðinga framan af, var framkvæmda-
stjóri Sósíalistaflokksins, þingmaður Alþýðubandalagsins um skeið og rit-
stjóri Þjóðviljans. Kjartan hefur lokið stóru verki um Kommúnistaflokkinn
og Sósíalistaflokkinn sem enn er óútgefið. Ritið birtir hér lítið brot úr þessu
verki, en þar er fjallað um það tímabil Kommúnistaflokks Íslands þegar
harðlínu- eða öfgaöfl komust næst því að ná fullum tökum á flokknum.
Kjartan segir frá samskiptum helstu leiðtoganna Brynjólfs Bjarnasonar og
Einars Olgeirssonar og hvernig staða þeirra í flokknum á þessum tíma réð-
ist af þeirri flokkslínu sem ákveðin hafði verið í Moskvu.
Á árunum 1928 til 1934 var öllu samstarfi við sósíaldemókrata hafnað
og þeir kallaðir sósíalfasistar eins og fyrr segir. Hér á Íslandi leiddi þetta
til mikilla átaka í flokknum og brottrekstra, en stefnubreyting Komintern
árið 1934 kom í veg fyrir að flokkurinn liðaðist í sundur, því það ár var
blaðinu snúið við og hvatt til samvinnu við önnur öfl á vinstri vængnum í
kjölfar valdatöku Hitlers.
En í tengslum við þessar deilur þurftu sumir að skoða sinn innri mann
nokkuð vandlega og gera það upp við sig hvað skipti á endanum mestu
máli: Hollustan við hreyfinguna – og Komintern og Sovétríkin – eða sjálf-
stætt mat á pólitískum veruleika á Íslandi. Stefán Pjetursson, sem árum
saman hafði verið álitinn framtíðarleiðtogi íslenskra kommúnista, var sá
sem við átökin hvarf úr hreyfingunni og snerist gegn henni. Vinur hans
Einar Olgeirsson sá hins vegar sína sæng upp reidda og gerði atlögu að
því að setja fram sjálfsgagnrýni í þeim stíl sem þá tíðkaðist til að þókn-
ast Komintern. Um þetta fjallar Kjartan í því broti sem Ritið birtir, í ljósi
heimilda sem ekki hafa verið aðgengilegar fyrr en nú.
III
Byltingarafmælisins var sem fyrr segir ekki minnst sérstaklega í Moskvu.
Því hefur verið haldið fram að eitthundrað ára afmælið hafi verið hátíð
fræðimanna og þeir hafi fagnað því með fjölda ráðstefna um allan heim
þar sem aðskiljanlegustu spurningar um byltinguna og Sovétsöguna hafi
verið ræddar í þaula. En það er þó ekki rétt að ekkert hafi verið gert til
hátíðarbrigða þennan dag. Stjórnvöld efndu til hátíðarsýningar sem var
þaulæfð, eins og vera ber, og fór fram á Rauða torginu. En þar var bylting-
RúSSNESKA BYLTINGIN FYRR OG SÍðAR