Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 16
15
jafnvel þótt valdatakan hefði farið út um þúfur í október 1917, þá hefði
annað eða önnur tækifæri komið síðar sem hefðu á endanum leitt til bolsé-
víks flokkseinræðis. Það er ekki nauðsynlegt að líta svo á að annað hvort
hafi atburðirnir átt aflvaka í þjóðfélagsaðstæðum sem gerðu byltinguna
og eftirmála hennar nauðsynlega, eða hún hafi í raun verið óheppileg röð
tilviljana – harmleikur eða katastrófa, sem mögulegt hefði verið að hindra
með einföldum aðgerðum eins og handtöku Leníns.
Ólgan í Petrograd endurspeglaði ekki aðeins ástand mála í Rússlandi.
Um alla Evrópu kraumaði uppreisnar- og byltingarvilji meðal stórra þjóð-
félagshópa. Alls staðar var óvissa og upplausn – sérstaklega auðvitað á þeim
svæðum sem áður höfðu tilheyrt hinum föllnu keisaradæmum. Í Rússlandi
höguðu atvik því svo að róttækasti eða öfgafyllsti hópurinn náði öllum
völdum í sínar hendur. Það var ekki af sögulegri nauðsyn, en það var engin
tilviljun heldur.
Sumir höfundar hafa svo haldið því fram að eftir að Bolsévíkar náðu völd-
unum hafi framtíðin verið fyrirsjáanleg. Öll þjóðfélagsþróun í Rússlandi
hafi verið í samræmi við það prógramm sem Lenín setti fram og þannig
sé ástæða einræðis og grimmilegra hreinsana og slátrana í Sovétríkjunum
marx-lenínisminn sem sovésk stjórnvöld aðhylltust og beittu. En líka þetta
er einföldun: Það einkennir stefnu og aðgerðir sovétstjórnarinnar að hún
er, eins og önnur stjórnvöld, að bregðast við aðstæðum, raunverulegum eða
ímynduðum. Ekkert eitt skýringamódel getur í senn gefið okkur ástæður
iðnvæðingarinnar og hreinsananna miklu, samyrkjubúskaparins og hung-
ursneyðarinnar í úkraínu og Kazakhstan í upphafi fjórða áratugarins.
Rússneskum stjórnvöldum þykir í dag mikilvægt að minnast ekki bylt-
ingarinnar, en hún hverfur ekki við það. Og hugmyndin um að hún sé bara
einn margra áhugaverðra atburða í þúsund ára sögu Rússlands, hvorki
meiri né merkilegri en aðrir staðfestir aðeins það augljósa: Afstaðan til
byltingarinnar er og verður ein mikilvægasta vísbending sem hægt er að
hafa um hvers konar stjórnvöld ríkja í Rússlandi hverju sinni. Því hún fer
ekkert, ekki í bili. Það er hægt að hætta að tala við foreldra sína eða börn
eða systkini, jafnvel afneita þeim – fjölskyldutengslin breytast ekki fyrir
það. Á sama hátt geta rússnesk stjórnvöld afneitað byltingunni – en það
breytir ekki því að þau eru afsprengi byltingarinnar. Sama má segja um
rússneskt samfélag og kannski alþjóðasamfélagið að einhverju leyti líka.
RúSSNESKA BYLTINGIN FYRR OG SÍðAR