Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 19
18
JÓhann PÁll ÁRnason
aftur en áður var siður, og um fullkomnun verksins er fyrst hægt að tala
þegar þriðja franska lýðveldið festir sig í sessi. Þjóðfélag frjálsra og jafn-
rétthárra borgara var skv. þessari söguskoðun í mótun frá 1789, en hartnær
aldarlangt ferli þurfti til að tryggja sigur lýðræðislegs stjórnarfars.
Um lengri og skemmri tímamörk rússnesku byltingarinnar verður
fjallað að neðan. Fyrst er þó rétt að taka saman í fáum orðum tvær aðrar
byltingarímyndir, sem minna koma hér við sögu. Algengt er að langvar-
andi breytingarferlum nútímans sé lýst sem byltingum; iðnbylting, lýð-
ræðisbylting og vísindabylting eru títtnefndar í því sambandi, og í öllum
þessum tilfellum er skoðanamunur milli þeirra sem vilja sýna fram á lang-
tíma samhengi, og hinna sem frekar tala um röð breytinga (iðnbyltingar
eru þá t.d. taldar þrjár eða fjórar). Tekið skal fram að þessi túlkun er ekki
einskorðuð við ferli sem teljast til nútímavæðingar. Þýzki félagsfræðing-
urinn Wolfgang Schluchter túlkar verk Max Webers og fleiri höfunda sem
rökstuðning fyrir því að tímabil hámiðalda (frá elleftu fram á fjórtándu
öld) hafi mótast af fjórum byltingum.2 Lénsbyltingin innleiddi stjórn-
skipulag kennt við hana (feudalisma, þá skilgreindan í þrengri og sér-evr-
ópskari merkingu en oft hefur verið gert). Upp úr annarri byltingu spruttu
meira eða minna sjálfráða borgarsamfélög á miðsvæðum hins vestræna
kristindóms. Lagabyltingin (e. legal revolution) tengdist endurupp götvun
rómversks réttar og aðlögun hans að uppvaxandi stofnunum kirkju og
ríkis. Fjórða ferlið var „páfabyltingin“, styrking miðstjórnarvalds í kaþ-
ólsku kirkjunni og tilkalls hennar til umsjónar með veraldlegu valdi. Þar
á ofan mætti bæta við listann þeim menningarlegu nýjungum sem fylgdu
tilkomu háskólanna.
Byltingarnafnbótin er líklega orðin of fastbundin við ofangreind dæmi
til þess að fært sé að afskrifa hana. Skilmerkilegra væri þó að tala um lang-
tíma formbreytingar (e. transformations); umrædd ferli leiða til róttækra
breytinga á formum efnahags-, stjórnmála- og menningarlífs. Þar með er
ekki sagt að þrengri skilgreining byltinga, takmörkuð við tvær fyrstnefndu
franska byltingin hafi þá komist í höfn með innleiðslu almenns kosningaréttar
og þar með viðurkenningu á valdi fólksins. Rúmum aldarfjórðungi síðar mundu
ýmsir telja að leiðin til lýðræðis hafi verið lengri: konur fengu ekki kosningarétt í
Frakklandi fyrr en í lok síðari heimsstyrjaldar (alvarleg tilraun var gerð 1928, en
þá strandaði málið í öldungadeildinni).
2 Wolfgang Schluchter, Religion und Lebensführung, 1–2 (Frankfurt am Main: Suhr-
kamp, 1988); sjá t.d. Harold J. Berman, Law and Revolution. The Formation of the
Western Legal Tradition (Cambridge MA: Harvard University Press, 1985).