Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 24
23
fyrst sigri á þann veg. Rússneska byltingin er klassískt dæmi. Sagnfræðingar
virðast nú sammála um það að borgarastríðið var rökrétt og óhjákvæmileg
afleiðing októberbyltingarinnar í Pétursborg (þótt væntingar um að kom-
ast hjá því eða a.m.k. lágmarka það væru hluti af þeirri allsherjar tálsýn
sem Lenín og stuðningsmenn hans létu stjórnast af þegar þeir neyttu færis
og steyptu lamaðri ríkisstjórn). Átökin í Moskvu, sem byrjuðu samtímis
umskiptunum í Pétursborg, má skoða sem fyrstu umferð borgarastríðs-
ins, árin 1917 til 1921 sem samfellt vígaferli, og það hafði afgerandi áhrif
á mótun ríkisvaldsins í höndum bolsévíka. Allt önnur tengsl milli borg-
arastríðs og byltingar er að finna á Spáni. Þar byrjaði borgarastríðið með
uppreisn herforingja gegn lýðræðislega kjörinni stjórn, en viðbrögðin
við henni urðu upphaf að byltingarkenndum breytingum, mestan part á
vegum anarkista; aðgerðir í nafni stríðsins, ekki sízt af hálfu þeirra sem ját-
uðust undir rússneska stjórn og stefnu, stöðvuðu þá þróun.
Samanburðarrannsóknir á byltingum taka ekki sízt til ótýpískra dæma,
þar á meðal róttækra valdaskipta við aðstæður sem útiloka borgarastríð.
Tvö annars gerólík tuttugustu aldar dæmi, vanmetin af ofureinfölduðum
sögutúlkunum, eru umtalsverð bæði vegna sérstöðu og alþjóðlegs sam-
hengis. Valdataka kommúnista og þar með stofnun víetnamska lýðveldisins
1945 átti sér stað (án nokkurra afskipta eða áhuga af hálfu Sovétríkjanna) í
geopólitísku tómarúmi; Japanir höfðu vikið frönskum nýlendustjórnvöld-
um til hliðar, en voru sjálfir að þrotum komnir, og áframhaldandi átök í
Kína komu í veg fyrir virka íhlutun úr þeirri átt. Á sama tíma leiddi hung-
ursneyð til víðtækrar þjóðfélagslegrar upplausnar. Við þessar aðstæður
var kommúnistaflokkurinn, sem byggt hafði upp tengslanet og bandalög,
í lykilaðstöðu til að ná völdum og stofnsetja ríki. Þessi valdataka var fjarri
því að vera ofbeldislaus, en hvort andstaðan sem hún mætti hefði magnazt
upp í borgarastríð er opin spurning. Stríðið sem byrjaði strax haustið 1945
spratt af tilraun Frakka til að endurnýja nýlendustjórn, og áframhald þess
eftir 1954 var frá upphafi ofmarkað af rökvísi (eða réttar sagt rökleysu)
kalda stríðsins til þess að á nokkru stigi verði talað um borgarastríð. Allt
aðra en engu síður sérstæða leið fór byltingin í Tékkóslóvakíu eftir síðari
heimsstyrjöld. Hún byrjaði með kosningasigri kommúnista og þar af leið-
andi forræði í ríkisstjórn, sem var svo eftir hæfilegt hlé – og án beinnar
sovézkrar íhlutunar – notað til að útskúfa andstæðingum þeirra úr opin-
beru lífi. Borgarastríð kom aldrei til greina. En sögulegur árangur af þess-
ari sérstöku leið var tvíbentur: annars vegar heimagróinn stalínismi sem
BYLTINGIN MEðAL BYLTINGANNA