Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Síða 26
25
langan tíma.9 Sumir þýzkir sagnfræðingar, sem leggja áherzlu á evrópskt
forskot í ríkismyndun og sjálfráða eða þvingaða aðlögun að evrópskum
fyrirmyndum í öðrum heimshlutum, hafa talað um ríkisvæðingu heims-
ins (þ. Verstaatlichung der Welt). Hvað sem öðrum sögusvæðum líður var
stórríkismyndun þungamiðja rússneskrar sögu frá fimmtándu öld, og þótt
viðleitni til að læra af evrópskum fyrirmyndum væri á ýmsum stigum áber-
andi, var í heild um sérstætt ferli að ræða og önnur áhrif komu við sögu,
þ. á m. venjur og hugmyndir tengdar býsanska keisaradæminu, sem rúss-
neska stórríkið átti að endurreisa í nýrri mynd og með nýrri miðstöð.
Tilvísanir í þetta langvinna ríkismyndunarferli og endurupptöku þess
eftir byltinguna eru góðum rökum studdar, og styðja svo langt sem þær
ná kenningar nefndar hér að framan (byggðar á hugmyndum Thedu
Skocpol). Fleira verður þó að taka til greina. Annað ferli byrjaði miklu
síðar og var skemmra á veg komið, en varð eigi að síður mikilvægur þáttur
í aðdraganda byltingarinnar. Iðnvæðing innan rússneska stórríkisins var
knúin áfram af ríkisvaldi og einkaframtaki, og stéttaátök sem henni fylgdu
settu mark sitt á pólitíska og félagslega framvindu síðustu áratuganna fyrir
1914. Þar á ofan er þess að gæta að ýkt mat á þessari þróun virðist hafa
ráðið nokkru um viðbrögð. Vestar í Evrópu var litið á hagvöxt og með-
fylgjandi nútímavæðingu í Rússlandi sem merki um óstöðvandi uppgang,
meiri og hraðari en efni stóðu til, og það gerði sitt til að auka á spennu
í alþjóðamálum. Enginn einhugur var meðal valdaelítunnar í Rússlandi
þegar kom að ákvörðun um stríðsaðgerðir, en ljóst er að þeir sem meiru
réðu ofmátu styrk rússneska ríkisins, ekki sízt vegna meintrar uppsveiflu
árin á undan. Á andstæðum væng stjórnmálanna varð annars konar ofmat
á sömu breytingum að hugmyndafræðilegri forsendu. Rannsóknir Leníns
á rússneskum kapítalisma tóku, eins og nú mun almennt viðurkennt, mið
af ofureinfölduðum marxisma: talið var augljóst mál að kapítalísk þróun
væri sjálfhraðandi ferli, hefði bein áhrif á samskipti þjóðfélagsafla og leiddi
til vaxandi skautmyndunar. Aðeins þessi sýn á ástand og horfur gat rétt-
lætt spádóma um virkari þátt öreigastéttarinnar í komandi byltingu en
tölfræðilegur styrkur hefði bent til; og þannig var líka fundin ástæða til að
ímynda sér rússneskt upphaf að evrópskri byltingu.
Eitt langtíma ferli ber enn að nefna. útþensla rússneska stórríkisins,
allt frá lokum fimmtándu aldar, samsvaraði evrópskum landvinningum í
9 Sígilda og brautryðjandi greiningu ríkismyndunarferla er að finna í Norbert Elias,
The Civilizing Process (Oxford: Blackwell, 2000). Ritið er fyrst gefið út á þýzku
1938.
BYLTINGIN MEðAL BYLTINGANNA