Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Side 29
28
ósennileg, einhvers konar bylting hefði að öllum líkindum átt sér stað, en
sundurleitni þeirra sem að henni hefðu komið var slík að gera verður ráð
fyrir átökum og ósamrýmanlegum valkostum. Þeir sem árið 1917 urðu
að kljást við tapað stríð og sívaxandi upplausn, auk andstæðinga sem ekki
vissu lengur muninn á ofsatrú og lýðskrumi, hefðu ugglaust staðið betur
að vígi ef aðstæður hefðu leyft ótruflaðri innri þróun.
Deilur um upphaf og endi
Enginn efast um tímamótaatburði ársins 1917 (og við þá má bæta lokun
stjórnlagaþingsins í ársbyrjun 1918, sem sumir sagnfræðingar telja hið eig-
inlega upphaf að einræði bolsévíka). Meiri ágreiningur er hins vegar um það
lengra tímabil sem afmarka verður til að skoða byltinguna í sögulegu sam-
hengi, og gild rök mæla með viðurkenningu á mismunandi sjónarmiðum.
Stytzta tímabilið sem til álita kemur er, eins og áður greinir, 1917–1921, og
er þá miðað við að borgarastríðið hafi fullmótað valdamiðstöð sem verið
hafði í uppbyggingu frá stofnun „ráðstjórnarinnar“ í Pétursborg. Lengstu
söguna rekur Orlando Figes í nýlegri bók um hið rússneska byltingarferli
frá 1891 til 1991, og telur rétt að byrja á hungursneyð í Suður-Rússlandi,
sem laskaði samband ríkis og þjóðfélags með afgerandi hætti. Sami höf-
undur hafði áður skrifað framúrskarandi bók um „þjóðarharmleik“ Rússa
frá 1891 til 1924; síðara ártalið vísar þá til dauða Leníns og arftöku Stalíns,
þótt augljós yrði ekki fyrr en síðar.13 Við báðar tímasetningarnar er það
að athuga, að þær gera of lítið úr þeim róttæku sögulegu hamförum sem
hófust 1917. Síðasti áratugur nítjándu aldarinnar var án efa tími vaxandi
spennu milli þjóðfélags á hreyfingu og ríkisvalds í sterkri varnarstöðu,
en hægt er að hugsa sér ýmsar aðrar leiðir til nútímans en þá sem farin
var. Ástæða er því til að reyna tímasetningar sem taka meira tillit til stór-
atburða síðustu aldar. Ítalski sagnfræðingurinn Andrea Graziosi fjallar um
tímabil styrjalda og byltinga í Evrópu, 1905 til 1956, og lítur á Rússland
sem miðpunkt þess.14 Atburði ársins 1905 telur hann hafa leitt til óráðins
byltingarástands innan Rússlands og aukinna líkna á stríði í allri álfunni.
Fyrir þjóðfélagskerfið og stórveldið sem spruttu síðar upp úr styrjöld og
byltingu var 1956 samkvæmt þessu mati upphafsár langdreginnar og óleys-
13 Sjá Orlando Figes, Revolutionary Russia 1891–1991 (London: Pelican, 2014); Or-
lando Figes, A People’s Tragedy.The Russian Revolution, (London: Bodley Head (new
centenary edition), 2017).
14 Andrea Graziosi, Guerra e rivoluzione in Europa (Bologna: Il Mulino, 2002).
JÓhann PÁll ÁRnason