Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 32
31
Þessi túlkunarmáti er nokkuð frábrugðinn þeim sem lengst af fékk
meiri hljómgrunn. Í sagnfræðilegri umfjöllun um febrúarbyltinguna 1917
hefur gætt nokkuð einhliða áherzlu á mótmælaaðgerðir, fjöldahreyfingu
sem upp úr þeim spratt og sigur hennar í Pétursborg; sú nálgun gat höfð-
að til ólíkra pólitískra áheyrnarhópa, bæði þeirra sem héldu umskiptin
í febrúar og október vera tvo áfanga alþýðubyltingar og hinna sem sök-
uðu bolsévíka um valdarán og svik við málstað og arfleifð hinnar eig-
inlegu byltingar. Ekki skal gert lítið úr atburðunum sem um ræðir, en
nýrri rannsóknir hafa varpað ljósi á aðra hlið málsins.19 Það var ekki gefin
útkoma að keisarastjórninni tækist ekki að virkja áreiðanlegar hersveitir
og bæla mótmælahreyfinguna niður. Forystumenn þingsins áttu mikils-
verðan þátt í að tryggja stuðning hers og stjórnsýslu við valdaafsal keis-
arans, og ljóst var frá upphafi að það hlaut að þýða stjórnarfarsbreytingu,
jafnvel þótt þjóðhöfðingi af sömu ætt tæki við (sem reyndist ógerlegt).
Alþýðuhreyfingin var óumdeilanleg kveikja breytinganna, en leiðin sem
farin var mótaðist af skammvinnri tengingu hennar við árekstur innan
valdaelítunnar. Þessi byrjunarstaða leiddi til „tvíveldisins“, sem almennt
hefur verið talið einkenna mánuðina milli febrúar- og októberbyltingar-
innar. Oftast er þá vitnað í valdaskiptinguna (og tilheyrandi spennu) milli
bráðabirgðastjórnarinnar og ráðanna, sem spruttu upp í kjölfar febrúar-
atburðanna í Pétursborg og breiddust hratt út til borga og sveita, sem og
innan hersins og á jaðarsvæðum stórríkisins, þar sem aðskilnaðarsinnar
náðu oft yfirhöndinni. Þetta þýddi í raun áframhaldandi fjölgun valdamið-
stöðva, og útbreiðsla snöggbúinna ráðstjórnarstofnana meðal hermanna
og bænda mótaðist í báðum tilfellum af sérstökum aðstæðum, ólíkum
þeim sem fyrir hendi voru á upprunalegu leiksviði byltingarinnar. Andóf
og upplausn innan hersins skipti miklu máli, en sjónarmið þar að lútandi
túlkana hafa breytzt. Ekki var óalgengt að samtíðarmenn byltingarinnar
sæju valdatöku bolsévíka fyrst og fremst sem hermannauppreisn (þannig
virðist t.d. Max Weber hafa litið á málin). Síðari söguskýringar, byggðar
á betri innsýn í þjóðfélagsbreytingarnar sem valdaskiptin höfðu frá upp-
hafi í för með sér, gerðu minna úr þýðingu hersins fyrir atburðarás ársins
1917 og þætti hermanna í síðustu vendingu hennar. Oft var vísað til þess,
að þeir síðarnefndu hefðu mestan part verið „bændur í herklæðum“, og
19 Sjá Tsuyoshi Hasegawa, Review of A.B.Nikolaev, Revolutsiia i vlast’, Journal of
Modern Russian History and Historiography, 6 (1), bls. 1–16; einnig Tsuyoshi
Hasegawa, The February Revolution (Leiden & Boston: 2017; ný, aukin og endur-
skoðuð útgáfa, bókin kom fyrst út 1981).
BYLTINGIN MEðAL BYLTINGANNA