Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 32

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 32
31 Þessi túlkunarmáti er nokkuð frábrugðinn þeim sem lengst af fékk meiri hljómgrunn. Í sagnfræðilegri umfjöllun um febrúarbyltinguna 1917 hefur gætt nokkuð einhliða áherzlu á mótmælaaðgerðir, fjöldahreyfingu sem upp úr þeim spratt og sigur hennar í Pétursborg; sú nálgun gat höfð- að til ólíkra pólitískra áheyrnarhópa, bæði þeirra sem héldu umskiptin í febrúar og október vera tvo áfanga alþýðubyltingar og hinna sem sök- uðu bolsévíka um valdarán og svik við málstað og arfleifð hinnar eig- inlegu byltingar. Ekki skal gert lítið úr atburðunum sem um ræðir, en nýrri rannsóknir hafa varpað ljósi á aðra hlið málsins.19 Það var ekki gefin útkoma að keisarastjórninni tækist ekki að virkja áreiðanlegar hersveitir og bæla mótmælahreyfinguna niður. Forystumenn þingsins áttu mikils- verðan þátt í að tryggja stuðning hers og stjórnsýslu við valdaafsal keis- arans, og ljóst var frá upphafi að það hlaut að þýða stjórnarfarsbreytingu, jafnvel þótt þjóðhöfðingi af sömu ætt tæki við (sem reyndist ógerlegt). Alþýðuhreyfingin var óumdeilanleg kveikja breytinganna, en leiðin sem farin var mótaðist af skammvinnri tengingu hennar við árekstur innan valdaelítunnar. Þessi byrjunarstaða leiddi til „tvíveldisins“, sem almennt hefur verið talið einkenna mánuðina milli febrúar- og októberbyltingar- innar. Oftast er þá vitnað í valdaskiptinguna (og tilheyrandi spennu) milli bráðabirgðastjórnarinnar og ráðanna, sem spruttu upp í kjölfar febrúar- atburðanna í Pétursborg og breiddust hratt út til borga og sveita, sem og innan hersins og á jaðarsvæðum stórríkisins, þar sem aðskilnaðarsinnar náðu oft yfirhöndinni. Þetta þýddi í raun áframhaldandi fjölgun valdamið- stöðva, og útbreiðsla snöggbúinna ráðstjórnarstofnana meðal hermanna og bænda mótaðist í báðum tilfellum af sérstökum aðstæðum, ólíkum þeim sem fyrir hendi voru á upprunalegu leiksviði byltingarinnar. Andóf og upplausn innan hersins skipti miklu máli, en sjónarmið þar að lútandi túlkana hafa breytzt. Ekki var óalgengt að samtíðarmenn byltingarinnar sæju valdatöku bolsévíka fyrst og fremst sem hermannauppreisn (þannig virðist t.d. Max Weber hafa litið á málin). Síðari söguskýringar, byggðar á betri innsýn í þjóðfélagsbreytingarnar sem valdaskiptin höfðu frá upp- hafi í för með sér, gerðu minna úr þýðingu hersins fyrir atburðarás ársins 1917 og þætti hermanna í síðustu vendingu hennar. Oft var vísað til þess, að þeir síðarnefndu hefðu mestan part verið „bændur í herklæðum“, og 19 Sjá Tsuyoshi Hasegawa, Review of A.B.Nikolaev, Revolutsiia i vlast’, Journal of Modern Russian History and Historiography, 6 (1), bls. 1–16; einnig Tsuyoshi Hasegawa, The February Revolution (Leiden & Boston: 2017; ný, aukin og endur- skoðuð útgáfa, bókin kom fyrst út 1981). BYLTINGIN MEðAL BYLTINGANNA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.