Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Side 36
35
en ekki lengur tekið alvarlega af sagnfræðingum, var skrifað til að setja
stórveldastríðið sem brauzt út 1914 í þetta samhengi. Byltingarferlið sem
hófst 1914 var flóknara og margræðara en svo að það yrði fellt inn í sama
ramma.
Þessi ofureinfaldaða söguskoðun var þó ekki lenínisminn allur. Önnur
hlið hans var kenning sem Lenín setti fram þegar í upphafi tuttugustu
aldar, í ritinu Hvað ber að gera?, og snýst um forystusveit sem vísa á verka-
lýðsstéttinni (og byltingaröflum almennt) veginn til vaxtar og sigurs. Sú
ímyndun, síðar þekkt sem hin lenínska flokkshugmynd, tengdist skoð-
unum þýzkra marxista (sér í lagi Kautskys) á hlutverki róttækra borgara-
legra menntamanna. Þeir áttu að veita verkalýðsstéttinni vísindalega sýn á
þjóðfélagsmál, og þar með pólitíska vitund út yfir beina hagsmunabaráttu.
Lenín gekk lengra í þá átt, og lýsti takmörkunum sjálfsprottinna verka-
lýðshreyfinga og sögulegu umboði forystu sveitarinnar með sterkari orðum
en aðrir höfðu gert; auðvelt reyndist að túlka orð hans þannig að flokk-
urinn ætti að hafa vit og forræði fyrir alþýðunni. Boðskapur hans tók að
sjálfsögðu mið af rússneskum aðstæðum, en gerði ekki skýran greinarmun
á því sem þar átti sérstaklega við og hinu sem teljast skyldi algilt. Eftir
alþjóðlegan klofning sósíaldemókrata lá því beint við að auglýsa þessi skrif
Leníns sem forskrift að flokksstofnun á heimsvísu.
Það var vægast sagt erfitt að samræma trúna á söguleg lögmál og hug-
myndina um upplýsta forystusveit, sem hefði úrslitaáhrif á framrás atburða.
Nauðhyggja var boðuð í sömu andrá og máttur meðvitaðra áforma um
róttækar breytingar. Óhætt mun að fullyrða að sovézk hugmyndafræði
fann aldrei ráð við þessari brotalöm, en hér verður ekki farið út í þá sálma;
meira máli skiptir að þessi hugtakaruglingur kom sér vel þegar réttlæta
þurfti frávik frá upprunalegum fyrirheitum og valdbeitingu þar sem áður
hafði verið talað um bandalag. Verkalýðsaðgerðir sem bolsévíkar höfðu
stutt og þegið stuðning af voru bannfærðar á þeim forsendum að flokksfor-
ystan skildi hagsmuni stéttarinnar betur en óupplýstir erfiðismenn. Ráðin,
sem bolsévíkar höfðu í þeirra nafni steypt stjórn og tekið völd, voru sett til
nokkru eftir valdatökuna í október. Þar segir hann að kapítalisminn hafi gert
bókhalds- og eftirlitsstörf svo einföld, að hvaða matreiðslukona sem er geti séð um
stjórnsýslu. Ekki er vikið að neinni rökvæðingu ríkisvaldsins sem slíks, heldur er
meint einföldunarþróun eignuð kapítalismanum (þess utan segir tilvitnunin líklega
eitthvað um feðraveldishyggju Leníns, en það er önnur saga). Í sama dúr, en með
almennari orðum, er talað um einföldunarmátt kapítalismans í grein sem Lenín
skrifaði í októberbyrjun, um getu bolsévíka til að halda völdum, svo fremi að þeir
næðu þeim.
BYLTINGIN MEðAL BYLTINGANNA